Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2008

Styttist í flutninga

Það eru nú innan við tvær vikur þangað til við fáum lyklana að Miðbraut 17 afhenta og getum byrjað að undirbúa flutning af kappi. Við reiknum ekki með að þurfa að fara í miklar framkvæmdir, en vísast þarf að mála og svo er spuring hvernig parketið kemur undan húsgögnum, hvort það þurfi að pússa það og lakka. Svo þarf að skipta um einn eða tvo glugga og eina hurð, sem á ekki að þurfa að taka langan tíma. En þá eru það heimilistækin. Við þurfum að fjárfesta í ísskáp, þurrkara og uppþvottavél. Mig langar í svona og Rósa virðist halda að hún geti andmælt því. Mér finnst það ósanngjarnt. En ykkur?

Fáviti

Mynd
Minnir mig á erkifíflið hann Ármann sem stundum hangir á Grand Rokk, einhver leiðinlegasti maður sem ég hef haft þá ógæfu að kynnast. Einhverntímann þegar kúnni var orðinn herskár af drykkju og hafði í hótunum við allt og alla tók ég mig til og henti viðkomandi út. Og Ármann reyndi að skakka leikinn: "Það er málfrelsi, það er málfrelsi!" Svipað og Árni fáviti ætlar að reyna að saka menn um að hefta tjáningarfrelsi sitt eftir að hafa drullað yfir leikreglur lýðræðisins. Málfrelsi þýðir ekki að maður megi segja og meina hvað sem er við hvern sem er án þess að pæla í almennum mannasiðum, sannleika og sanngirni. Gerum Ármann að fjármálaráðherra.

já, og alveg rétt..... he he

Mynd

Endalaust páskahret

Mynd
Ljóta veðrið. Þurfti að mæta aftur í vinnu í dag eftir þokkalega langt páskafrí. Sem betur fer byrjar kennsla ekki fyrr en á morgun og að þeim degi meðtöldum eru aðeins 44 kennsludagar eftir og þá verður komið sumarfrí. Sú tala gæti reyndar breyst. Rósa er jú sett á 22. maí og ef sú dagsetning stenst eða því sem næst þá er viðbúið að ég missi af einhverjum dögum. Síðasti kennsludagur er 2. júní - það væri eftir öðru að krílið myndi fæðast þann þriðja - enginn aukafrídagur. Í lok næstu viku ætla ég reyndar í smá frí til Kaupmannahafnar - skrópa í vinnu á föstudeginum og tek helgina í þetta. Yfirskinið var að versla barnaföt á Strikinu en það er orðið svo helvíti lélegt gengið að það er ekkert víst að maður standi við það. Annars var páskafríið frekar skrítið. Óvenjulegt að páskar séu svona snemma - veðrið var ekki beinlínis að leika við mann. Nokkrir dagar fóru í þýðingarvinnu með kerlingaruglunni henni móður minni - ekki sérlega skemmtilegt. Hins vegar varð ég svo frægur að fá að troða...

haha

Mynd

Híhí

Mynd

Leikur á morgun

Smá upphitun:

Nýr leikmaður

Mynd

Flott ræða hjá Obama

“We the people, in order to form a more perfect union.” Two hundred and twenty one years ago, in a hall that still stands across the street, a group of men gathered and, with these simple words, launched America’s improbable experiment in democracy. Farmers and scholars; statesmen and patriots who had traveled across an ocean to escape tyranny and persecution finally made real their declaration of independence at a Philadelphia convention that lasted through the spring of 1787. The document they produced was eventually signed but ultimately unfinished. It was stained by this nation’s original sin of slavery, a question that divided the colonies and brought the convention to a stalemate until the founders chose to allow the slave trade to continue for at least twenty more years, and to leave any final resolution to future generations. Of course, the answer to the slavery question was already embedded within our Constitution – a Constitution that had at is very core the ideal of equal ci...

Sjónvarpsauglýsing

Muniði eftir jólaauglýsingunni frá VR? Þar sem fólk er að sofna í grænu baunirnar eða reyna að skanna strikamerkið á hangikjötinu við jólaborðið? Kennari er heima hjá sér að horfa á sjónvarpið. Gettu betur, úrslitaþáttur. Auglýsingahlé er að ljúka. Klippt inní Smáralind, þar sem sex hundruð menntaskólanemar spretta úr sætum, öskra og klappa meðan beðið er eftir því að spyrillinn taki til máls. Kennarinn sprettur ósjálfrátt upp úr sæti sínu og öskrar á sjónvarpið: Setjistði niður og haldiði kjafti!!! Andartaki síðar lyftir spyrillinn hendi og táningarnir þagna og setjast. Kennarinn áttar sig á því að hann er ekki í vinnunni, hristir sig og sest í sófann aftur. Texti á skjá: Hafið það gott í páskafríinu!

Svo finnst manni stundum að sumt sé fyrirgefanlegt

Mynd
Eliot Spitzer, fylkisstjóri í New York, var að segja af sér af því að það komst upp að hann svaf hjá þessari vændiskonu. Hver láir honum það?????

Níu dauðasyndirnar

Mynd
Það eru komnar nýjar dauðasyndir. Eða níu dauðasyndir, ég er ekki viss. En það er talað um nýju dauðasyndirnar sem rímar við níu dauðasyndirnar þannig að þið hér.... munuð stikna, þið munuð brenna.... Synd númer eitt: að vera fáránlega ríkur. Reyndu að troða úlfalda í gegnum nálarauga í eilífðardvöl þinni í helvíti, helvítið þitt. Synd númer tvö: fíkniefnamisferli. Mér finnst þetta persónulega ósanngjarnt en ég ætla ekki að deila við páfann. Frekar tefli ég við páfann og tek þetta upp í þeirri umræðu. Synd númer þrjú: Barnaníð. Ætlar kaþólska kirkjan að líta í eigin barm? Eða er hún of upptekin að líta í barm fermingarbarna? Synd númer fjögur: fóstureyðing. Það hlýtur að vera helvíti vont að stinga herðatré þarna upp. Ræði það ekki frekar. Synd númer fimm: að fitla við erfðamengi mannsins. Þessi synd er skyld þeirri synd að vera fáránlega ríkur og líka þeirri synd að fitla við... you get the picture. Synd númer sex: læknisfræðilegar tilraunir á mönnum. Veit Mengella af þessu? Sy...

Heyrt á Grand Rokk

Stebbi Berg: Vitiði hvað? Konan mín á sama afmælisdag og Kenny Dalglish! Jökull: Kenny Dalglish? Djöfullinn! Hvað er konan þín eiginlega gömul?!

Sjaldséðir hvítir hrafnar

Mynd
Anna er lifandi!

America's last top model

Ég hef aldrei þolað þáttinn hennar Tyru Banks. Hún er í fyrsta lagi algjört wannbe Georg og svo er bara eitthvað mjög rangt við að safna saman stúlkum sem vonast eftir frægð og frama fyrir það eitt hvernig þær líta út, ljúga því að þeim í nokkrar vikur að þær eigi eftir að verða eitthvað (10. serían og getur einhver nefnt stelpu sem hefur unnið þetta drasl og fengið vinnu?) - láta þær grenja soldið af því að þeim finnst þær vera svo miklir lúserar... ég gæti haldið áfram. Mér hefur fundist það passa best þegar strax á eftir þessum þætti kemur How to look good naked, þar sem þetta er alveg öfugt - feitar og ljótar stelpur látnar fara að grenja í sjónvarpi með því að ljúga því að þeim að þær séu sætar. Tíunda sería af þessum viðbjóði var að byrja í kvöld og náði nýjum botni í smekkleysunni. Súpermódelin sem eru að keppa um 100 þúsund dollara voru látin í myndatöku þar sem þær áttu að reyna að virka sannfærandi sem heimilislausar konur. Heimilislausar konur í Armani kápum með meiri augnmá...

Menn setur hljóða

Björk kellingin að gera skandal í Kína - kann sennilega ekki muninn á Tíbet og Grænlandi. Til hvers í fjandanum ættu annars Grænlendingar að lýsa yfir sjálfstæði? Til að fara endanlega á hausinn? Rugl. Fellur í kramið hjá millistéttarunglingum á vesturlöndum sem finnst sjálfkrafa rosa töff að Kosovo sé sjálfstætt án þess að vita rass um hvað það þýðir. Svo er hún komin til Kína og fólk var ekki að fíla þetta þar. Grínlaust þá virðist sem glímudrottning frá Kanada sé komin til landsins til að etja kappi við Svönu Hrönn Jóhannsdóttur, hver sem það svo er. Viðureignin er í boði ISIO-4. Pervert sem áreitti stelpur í sundlaugum er kominn í farbann. Einmitt, það virkar yfirleitt svo vel. Væri ekki réttara að banna manninum að KOMA? Nei, segi bara svona. Bankarnir eru hættir að lána fólki pening til að kaupa íbúðir. Mánagata 22 er hér með auglýst til leigu. Scarlett Johansson er líka til leigu. Það er hægt að fara á E-Bay og kaupa deit með henni. Í boði er ferð á frumsýningu myndarinnar ...

Póstur númer fimm hundruð!

Mynd
Það sem maður hefur nú getað bullað í öll þessi ár! Man ekki einu sinni nákvæmlega hvenær ég byrjaði að blogga en þó man ég að ég var staddur á Hressó með bjór í annarri og tölvuna í hinni. En það var nú samt ekki erindið heldur hitt, að sýna fleiri myndir af tilvonandi slotinu. Hér er stofan, gluggar vísa út á Miðbraut í austurátt. Borðstofan sést þarna til vinstri og á bak við vegginn sem sjónvarpið stendur við er eldhúsið. Á þessari mynd sést betur hvernig eldhúsið liggur, það er hægt að ganga inn í það úr tveimur áttum, frá borðstofunni og líka þarna vinstra megin við sjónvarpið. Þegar maður fer að pæla í því þá er ljóst að við þurfum að fá okkur stærra sjónvarp, he he! Hér má svo sjá stofuna úr hinni áttinni. Dyrnar sem glittir í bak við sófann liggja inn að svefnálmunni og það sem mér finnst grúví er að þarna er hægt að loka þeirri álmu algerlega af, til dæmis þegar fólk er í heimsókn og barn eða börn eru sofandi. Leðurhornsófinn okkar er ekki alveg eins voldugur og þessi svarti ...