14 mars 2008

Sjónvarpsauglýsing

Muniði eftir jólaauglýsingunni frá VR? Þar sem fólk er að sofna í grænu baunirnar eða reyna að skanna strikamerkið á hangikjötinu við jólaborðið?

Kennari er heima hjá sér að horfa á sjónvarpið. Gettu betur, úrslitaþáttur. Auglýsingahlé er að ljúka. Klippt inní Smáralind, þar sem sex hundruð menntaskólanemar spretta úr sætum, öskra og klappa meðan beðið er eftir því að spyrillinn taki til máls.

Kennarinn sprettur ósjálfrátt upp úr sæti sínu og öskrar á sjónvarpið: Setjistði niður og haldiði kjafti!!!

Andartaki síðar lyftir spyrillinn hendi og táningarnir þagna og setjast. Kennarinn áttar sig á því að hann er ekki í vinnunni, hristir sig og sest í sófann aftur.

Texti á skjá: Hafið það gott í páskafríinu!

1 ummæli:

Mysterious Marta sagði...

Hehehhe.. En hey ég er frekar sár út í þig. Ég fór á pop quiz á Organ síðasliðin fimmtudag og þú bara vildir ekki þekkja mig. :´(

Fyrsti skipti sem ég fer á þetta og auðvita varst þú þarna.. og vannst.. alveg eins og á Ísafirði. Fannst það frekar fyndið...