Styttist í flutninga

Það eru nú innan við tvær vikur þangað til við fáum lyklana að Miðbraut 17 afhenta og getum byrjað að undirbúa flutning af kappi. Við reiknum ekki með að þurfa að fara í miklar framkvæmdir, en vísast þarf að mála og svo er spuring hvernig parketið kemur undan húsgögnum, hvort það þurfi að pússa það og lakka.

Svo þarf að skipta um einn eða tvo glugga og eina hurð, sem á ekki að þurfa að taka langan tíma.

En þá eru það heimilistækin. Við þurfum að fjárfesta í ísskáp, þurrkara og uppþvottavél.

Mig langar í svona og Rósa virðist halda að hún geti andmælt því.

Mér finnst það ósanngjarnt. En ykkur?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu