05 mars 2008

America's last top model

Ég hef aldrei þolað þáttinn hennar Tyru Banks. Hún er í fyrsta lagi algjört wannbe Georg og svo er bara eitthvað mjög rangt við að safna saman stúlkum sem vonast eftir frægð og frama fyrir það eitt hvernig þær líta út, ljúga því að þeim í nokkrar vikur að þær eigi eftir að verða eitthvað (10. serían og getur einhver nefnt stelpu sem hefur unnið þetta drasl og fengið vinnu?) - láta þær grenja soldið af því að þeim finnst þær vera svo miklir lúserar... ég gæti haldið áfram. Mér hefur fundist það passa best þegar strax á eftir þessum þætti kemur How to look good naked, þar sem þetta er alveg öfugt - feitar og ljótar stelpur látnar fara að grenja í sjónvarpi með því að ljúga því að þeim að þær séu sætar.

Tíunda sería af þessum viðbjóði var að byrja í kvöld og náði nýjum botni í smekkleysunni. Súpermódelin sem eru að keppa um 100 þúsund dollara voru látin í myndatöku þar sem þær áttu að reyna að virka sannfærandi sem heimilislausar konur. Heimilislausar konur í Armani kápum með meiri augnmálningu en Marilyn Manson. Kommon! Það er til heimilislaust fólk í alvörunni og það er að deyja úr hungri og kulda og lifrarbólgu í alvörunni og ef það liti svona út yrði það bara til þess að því yrði nauðgað oftar. Skamm!

Ein stelpan er frá Sómalíu. Byrjaði fyrsta þáttinn á því að tilkynna öllum að henni væri voða mikil vorkunn af því að hún hefði verið umskorin sjö ára. Bú fokking hú. Svo það liggur pínulítill snípur í sandinum einhversstaðar.

Sigurvegari kvöldsins var ljóskan Kimberley, sem tilkynnti þegar komið var að þeim hluta þáttarins þar sem stelpurnar gráta eins og þær séu í audition fyrir mynd um grimmd nasista í útrýmingarbúðunum - plís ekki drepa barnið mitt verður plís má ég halda áfram í þessum dásamlega sjónvarpsþætti - það er að segja þegar tilkynnt er hver verður að pakka saman wonderbrainu sínu og varasalvanum og fara aftur heim til Ohio. Nema hvað, Kimberley fer að tala um það hvað hún hafi í raun lítinn áhuga á þessu tískubulli öllu saman.

Hljóðeffekt eins og í lélegri hryllingsmynd þegar keðjusagarmorðinginn birtist í speglinum.

Svartur hommi, rússneskt atvinnulaust fyrrverandi baðfatamódel og wannabe Georg öll með munninn frosinn í risarisastórt "O" sem minnir á leikstíl þöglu myndanna.

"Hvað meinarðu?" hvæsir Tyra, "Manstu þegar þú sóttir um að komast í þáttinn og ég sendi allar hinar stelpurnar grátandi heim?"

"Já, ég man það" segir Kimberley.

"Og ertu núna að segja okkur að þú hafir ekki ... ÁSTRÍÐU ... fyrir módelstörfum!!!"

"Já, mér finnst þetta eiginlega frekar asnalegt, svona að þurfa að ganga í merkjavörum og svoleiðis...."

"MÓDEL GANGA EKKERT ALLTAF Í MERKJAVÖRUM" Tyra nú orðin örvingluð, hún veit ekkert hvernig hún á að bregðast við þessu.

"Já ég veit, en samt, þetta er bara hálf hallærislegt" segir Kimberley.

"Og hvað, viltu kannski bara hætta? Fara heim?"

"Já, veistu, ég var að pæla í því. Bæ."

Fyrsti þáttur seríunnar búinn. Fjórtán stelpur eftir. En þetta er búið.

3 ummæli:

Immagaddus sagði...

Kom fram í þættinum hvar
snípurinn er?
Og þá hvaða eyðurmerkurdýr
fékk????

Vord Weri er bvgmf.
Sem er múslímsk Býfluga.

Hildur Gísladóttir sagði...

Snípurinn er borðaður af sómölskum öldungum til að viðhalda kynorkunni. Þeir fleygja ekki nothæfum hlutum eins og við hér í vestrinu.
Þetta eru bestu þættir EVER!

Friðþjófur sagði...

Mikið er nú alltaf gaman að koma í heimsókn til þín, mýrarsnípan mín!