Níu dauðasyndirnar

Það eru komnar nýjar dauðasyndir. Eða níu dauðasyndir, ég er ekki viss. En það er talað um nýju dauðasyndirnar sem rímar við níu dauðasyndirnar þannig að þið hér....

munuð stikna, þið munuð brenna....


Synd númer eitt: að vera fáránlega ríkur. Reyndu að troða úlfalda í gegnum nálarauga í eilífðardvöl þinni í helvíti, helvítið þitt.



Synd númer tvö: fíkniefnamisferli. Mér finnst þetta persónulega ósanngjarnt en ég ætla ekki að deila við páfann. Frekar tefli ég við páfann og tek þetta upp í þeirri umræðu.


Synd númer þrjú: Barnaníð. Ætlar kaþólska kirkjan að líta í eigin barm? Eða er hún of upptekin að líta í barm fermingarbarna?
Synd númer fjögur: fóstureyðing. Það hlýtur að vera helvíti vont að stinga herðatré þarna upp. Ræði það ekki frekar.

Synd númer fimm: að fitla við erfðamengi mannsins. Þessi synd er skyld þeirri synd að vera fáránlega ríkur og líka þeirri synd að fitla við... you get the picture.
Synd númer sex: læknisfræðilegar tilraunir á mönnum. Veit Mengella af þessu?
Synd númer sjö: að menga jörðina. Nennti ekki að finna mynd af Valgerði Sverrisdóttur þannig að hennar lærisveinn, forstjóri Union Carbide varð að duga.

Synd númer átta: félagslegt óréttlæti. Hvað ertu með í eftirlaun fríkið þitt? Synd númer níu: að valda öðrum fátækt. Hvar ert þú með lögheimili, hvar er kvótinn þinn með lögheimili og hvenær komstu síðast í Grímsey? Eða Tálknafjörð? Það verður enginn kvóti á þeim vítiskvölum sem þú munt líða eftir dauðann, ef þú getur þá dáið, zombíið þitt.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já! Stikni Halldór í fúlum tjörupytt.
Áfram Tálknó!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu