Hæ og gleðilegt ár! Við hjónakornin vorum að koma heim frá London í nótt og maður er strax mættur í vinnuna - ég sem betur fer ekki fyrr en eftir hádegi. Fórum í sónar núna áðan: .,,og eins og sjá má þá er greyið að stækka soldið og svona! Við höfum tekið þá ákvörðun að láta ekki segja okkur kynið þannig að það þýðir ekkert að spyrja. En krílið er með hjarta sem slær, maga fullan af vökva og nýru sem búa til piss sem litli sóðinn drekkur síðan jafnóðum aftur, haldiði að það sé nú! En að ferðasögunni. Við vorum grand á því og tókum leigubíl alla leið í Leifsstöð. Það geri ég ekki aftur í bráð, næstum því tíuþúsundkall takk fyrir. En snöggur var hann, við vorum allt of snemma í því og sátum heillengi og biðum eftir að fá að fara um borð. Fyrsti dagurinn fór í stefnulaust labb um miðborgina og langþráða pizzu á Pizza Express, þessi með spælegginu sko. Næsta dag var farið á völlinn í austur-London, nánar tiltekið hjá West Ham og var það hin besta skemmtun þrátt fyrir að okkar ...