Áramót í London

Hæ og gleðilegt ár!


Við hjónakornin vorum að koma heim frá London í nótt og maður er strax mættur í vinnuna - ég sem betur fer ekki fyrr en eftir hádegi. Fórum í sónar núna áðan:


.,,og eins og sjá má þá er greyið að stækka soldið og svona! Við höfum tekið þá ákvörðun að láta ekki segja okkur kynið þannig að það þýðir ekkert að spyrja. En krílið er með hjarta sem slær, maga fullan af vökva og nýru sem búa til piss sem litli sóðinn drekkur síðan jafnóðum aftur, haldiði að það sé nú!
En að ferðasögunni. Við vorum grand á því og tókum leigubíl alla leið í Leifsstöð. Það geri ég ekki aftur í bráð, næstum því tíuþúsundkall takk fyrir. En snöggur var hann, við vorum allt of snemma í því og sátum heillengi og biðum eftir að fá að fara um borð. Fyrsti dagurinn fór í stefnulaust labb um miðborgina og langþráða pizzu á Pizza Express, þessi með spælegginu sko. Næsta dag var farið á völlinn í austur-London, nánar tiltekið hjá West Ham og var það hin besta skemmtun þrátt fyrir að okkar lið tapaði. Vegalengdirnar og troðningurinn gerðu að verkum að það var ekki gert mikið fleira þann daginn. Svo var kominn sunnudagur og þá var farið í hardcore verslunarleiðangur, keypt ferðataska sem svo var fyllt af ungbarnafötum. Næst á dagskrá var ferð til Hounslow að heimsækja Hildi og Chris en sú ferð endaði í tómu rugli. Á gamlársdag fórum við í leikhús að sjá ævintýri Tinna - nánar tiltekið Tinna í Tíbet fyrir þá sem þekkja bækurnar. Sýningin var í stuttu máli alveg frábær og meiraðsegja Rósu fannst gaman - hún sem er notoriously hard to please, allavega þegar leikhús er annars vegar. Um kvöldið borðuðum við á fínum veitingastað og fórum svo niður að á að horfa á flugeldasýningu, eða það var planið. Því miður höfðu 699.996 aðrir fengið sömu hugmynd svo við snerum bara við og skelltum okkur á the Edge sem er dansklúbbur í Soho. Á nýársdag var svo farið aftur á völlinn nema nú var tekið allsvakalega á móti okkur - fínn matur, fríir drykkir og sæti á besta stað. Þá var bara einn dagur eftir en hann fór í gríðarlegt pöbbarölt - við höfðum heilan dag því flugið var ekki fyrr en kl. 21 og ég rifjaði upp hina og þessa pöbba sem ég mundi eftir að hafa farið á í gamla daga.
Á flugvellinum var svo fyndin uppákoma. Ég fór á klósettið og þar sem ég stend og pissa verður mér litið niður á gólf. Þar liggur pakki utan af 18 Durex extra safe smokkum (þeir eru í þykkara lagi) - sem var búið að rífa upp með því að bíta af honum hornið. Hvergi sást tangur né tetur af smokkunum. Nú megið þið giska á til hvers þeir hafi verið notaðir.
Gleðilegt ár!

Ummæli

Immagaddus sagði…
Einhver að reyna að smygla bangers and mash til landsins.

Vord verification dagsins er:
oxdhuj. Og ég hef ekki hugmynd hvað það þýðir.

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu