Pönk, pönk og tre gange pönk

Ég ákvað að taka þátt í Eurovision íslenskra undirmálstónlistarmanna.

Það á semsagt að setja upp söngleik í Þjóðleikhúsi allra landsmanna í haust (held ég) - stykkið heitir "Ástin er diskó, lífið er pönk" og er eftir Hallgrím Helgason. So far so good. Allavega erfitt að andmæla spekinni sem falin er í titlinum.

Leikstjóri er Gunnar Helgason. So far so good. Hann hefur allavega sett upp margar vel heppnaðar (brjósta)glamúrsýningar á vegum Verzlunarskóla Íslands. Listrænar kröfur í Þjóðleikhúsi allra landsmanna eru svipaðar og hjá Verzlunarskóla Íslands þessi misserin - semsagt: tits and ass og þá kemur fólkið. Þannig að þetta er kjörinn leikstjóri í þetta verk.

Tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni. So far so good. Maðurinn á bak við Helgu Völu hlýtur að vera sá eini rétti í svona glamúrsjóv. Þetta hefur semsagt alla burði til að verða dúndursökksess.

Nema Þorvaldur Bjarni er ekki pönkari. Og virðist hafa gengið eitthvað illa að búa til pönklög í þennan söngleik sem á að vera fiftí-fiftí diskó og pönk. Fáum treysti ég betur til að búa til glamúrsjóvmúsík og ef diskó er annars vegar þá er honum vel treystandi. En hann er ekki pönkari. Þannig að nú er komin snurða á þráðinn.

En þá kemur til sögunnar raunveruleikasörværorkópaskersnexttopmodelmenningin sem við lifum við í dag.

Þannig að nú er semsagt keppni. Hver getur samið pönklag sem er nógu mikið pönk til að vera trúverðugt í glamúrsjóvsýningu Þjóðleikhúss allra landsmanna, en um leið ekki svo mikið pönk að fólkinu sem mætir á glamúrsjóvsýningar í Þjóðleikhúsi allra landsmanna verði misboðið.

Hinn vandrataði gullni meðalvegur. Og hver ætlar að reyna að rata hann? Semja lag sem er organdi pönk en um leið gargandi popp?

Auðvitað yðar einlægur.

Wish me luck. Hver annar en ég gæti samið hittara við texta eftir Hallgrím fokking Helgason sem heitir Skítandi Júní?

Watch this space.

Ummæli

Ég hef nú bara þekkt þig sem dancing queen svo ég hefði veðjað á diskólag frá þér en þetta verður interesting...

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu