Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2007

Vorönn lokið

Nú er skólinn búinn hjá mér í bili, á bara eftir að taka tvö enskupróf einhverntímann í ágúst. So far er ég semsagt búinn að klára 30 einingar í kennslufræði með meðaleinkunn 8,8 og 20 einingar í ensku með meðaleinkunn 8,94. Og allt á einum vetri. Hefði svosem getað klárað þessi tvö próf í vor en með því að gera þetta svona get ég fengið námslán í sumar samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sem starfsfólk LÍN virðist samt ekki sjálft vera búið að fatta. Fékk meil frá þeim þar sem þeir gerðu tilraun til að svíkja mig um þetta sumarlán en ég greiði nú úr því strax eftir helgi. Annars hef ég ekki setið auðum höndum síðan skólinn kláraðist, mætti strax daginn eftir síðasta próf uppá Kjalarnes þar sem við æfðum upp Hárið á nokkrum dögum og sýndum sl. fimmtudag við miklar og góðar undirtektir. Næst á dagskrá er svo menningarhátíð Grand Rokk þar sem ég kem fram með hljómsveitinni P.P. á föstudagskvöld kl. 22:00 og svo verður frumsýning á "Kreperu" sem eru tveir einþáttungar með millispili...

Vonbrigði

Jæja, mér varð ekki að ósk minni. Björn Bjarnason verður áfram dómsmálaráðherra og hann er ekki alveg jafn kunnugur lögbrotum og Árni Johnsen. Talandi um Johnsen, loksins þegar sjálfstæðismenn taka við heilbrigðisráðuneytinu þá er eini maðurinn sem kemst nálægt því að hafa þekkingu á þeim málaflokki hinn ungi Guðlaugur Þór. Konan hans átti nefnilega einu sinni líkamsræktarstöð.

Úrsllitaleikur

Mynd
Hér má sjá þjálfara hundavinafélgsins, ásamt ljótum kalli með adidas húfu. Það er víst einhver leikur í dag. Júnæted á móti hundavinafélaginu. Þessi hundur verður í marki. Ég fór einmitt á fyrsta leik Júnæted í þessari bikarkeppni, þegar þeir unnu Æstan Villa við gamla trafarvað (e. Old Trafford). Hér er smá upphitun til að koma manni í stuð. Hér er svo dollan sem á að keppa um. Dálítið gamaldags dolla enda búið að vera að keppa um hana síðan 1783 þegar Móðuharðindin unnu Montgolfier-bræður í vítakeppni.

Ríkisstjórn

Sko. Hvað sem gerist. Þá verður þessi stjórn ekki trúverðug nema Árni Johnsen verði dómsmálaráðherra.

Gummi vinur minn var að senda mér þetta og vill að sem flestir lesi:

Kæru kollegar. Mig langar að biðja ykkur að gera leiklistinni og sjálfum ykkur lítinn greiða. Eins og þið vitið eflaust flest þá varð ríkisútvarpinu nýlega breytt í opinbert hlutafélag (ohf) með tilheyrandi skipulags og mannabreytingum. Eitt það fyrsta sem nýskipaðri yfirstjórn datt í hug að gera til að spara, var að leggja niður útvarpsleikhúsið. Hallmar Sigurðsson, leiklistarstjóri útvarpsins er nú að sannfæra þriðja fjármálastjórann á fimm árum um að útvarpsleikhúsið sé gimsteinn sem þurfi að standa vörð um. Ég veit ég þarf ekki að tíunda fyrir eldri félögum mikilvægi útvarpsleikhússins en ég hreinlega veit ekki hvort að yngri félögum er það ljóst. Útvarpsleikhúsið geymir sögu íslensks leikhúss sennilega betur en flest annað. Þar eru varðveittar upptökur frá árdögum íslensks atvinnuleikhúss og samfleytt til dagsins í dag. Útvarpsleikhúsið frumflytur milli 12 & 20 leikrit á ári af öllum stærðum og gerðum, frá stuttum einþáttungum upp í 20 þátta seríur. Útvarpsleikhúsið endurfly...

Próflestur - sjmóvlestur!

Djöfull getur verið erfitt að einbeita sér að próflestri þegar veðrið er svona gott. Eins gott að maður er últra skipulagður og duglegur að byrja snemma. Það gerir sko nebbla að verkum að þegar klukkan er orðin fjögur (eða rúmlega) þá er ég búinn að læra sleitulaust í sex eða sjö tíma, búinn að fá alveg nóg en samt búinn að vera svo dúlegur að allt sem ég ætlaði að læra þann daginn er búið. Þannig var það til dæmis í dag, ég byrjaði hálftíu og það lá fyrir að ég þurfti að lesa 23 fræðigreinar. Að vísu sleppti ég 6 þeirra því ég er nánast alveg viss um að það verður ekki spurt úr þeim, og jafnvel ef svo óheppilega vill til þá veit ég að það verður á þeim hluta prófs þar sem maður getur valið um spurningar, þannig að þá vel ég bara eitthvað annað. En ég hef engar áhyggjur, því annar kennarinn nánast missti það út úr sér að þessi hluti yrði ekki til prófs - það voru alls 4 gestafyrirlesarar sem heimsóttu okkur á önninni en prófið skiptist á milli þeirra tveggja kennara sem gerðu allt hitt...

Sunnudagar

Úff hvað þeir geta orðið slæmir, sérstaklega þessi í fyrradag. Vorið komið, mánaðamót og allar örlagafyllibytturnar eiga enn fullt eftir af laununum sínum og búnar að vera íðí síðan á fimmtudag. Þurfti að standa dagvaktina á Grand og var orðinn þreyttur strax um þrjúleytið. Lætin voru samt rétt að byrja. Eftir vinnu fórum við hjónin á Vitabar að fá okkur borgara og bjór. Þar var ástandið enn verra. Á næsta borði við okkur sat ungt par. Gæinn skrapp á klósettið og blindfullur Pólverji notaði tækifærið og vatt sér að stúlkunni og bablaði eitthvað við hana á pólsku. Hún fitjaði upp á trýnið og sagði honum að fara en hann skildi auðvitað ekki bofs. Svo kom strákur og vippaði Pólverjanum í burtu í einu vetfangi. Svo stillti blindfull eldri kona sér upp við barinn hjá borðinu okkar. Spurði hvaða rauðvín væri til. Sagði að sig langaði í eitthvað gott rauðvín. Bósjólei eða eitthvað slíkt. Hefur væntanlega verið að plana að halda hátíð. Bardaman benti á röð af nákvæmlega eins flöskum af ódýru a...

Meistarar

Mynd
Veit einhver hvað kostar greiðabíll frá London til Manchester með einn bikar? Mourinho, are you listening? You better keep our trophy glistening Cause we'll be back in May To take it away Walking in a Fergie wonderland

Halló Ísafjörður!

Jæja, það lítur út fyrir að ég verði dreifbýlisrotta í sumar, því það er búið að bjóða mér að sjá um Morrann á Ísafirði, en það er eins konar unglingaleikfélag fyrir þá sem eru svo heppnir að lenda í bæjarvinnunni en hafa áhuga á leiklist. Verð þar meira eða minna í allt sumar, þannig að dagskráin er bara komin hjá mér: 14. maí - síðasta próf 15. maí - fyrsta æfing á Hárinu 24. maí - frumsýning á Hárinu í Félagsgarði, Kjós 28. maí - æfingar hefjast aftur á Nonni und Manni 2. júní - Nonni und Manni frumsýnt á Grand Rokk 4. júní - flug til Ísafjarðar 10. ág - flug til Reykjavíkur 13. ág - fyrsti dagur í Norðlingaskóla