Vorönn lokið

Nú er skólinn búinn hjá mér í bili, á bara eftir að taka tvö enskupróf einhverntímann í ágúst. So far er ég semsagt búinn að klára 30 einingar í kennslufræði með meðaleinkunn 8,8 og 20 einingar í ensku með meðaleinkunn 8,94. Og allt á einum vetri. Hefði svosem getað klárað þessi tvö próf í vor en með því að gera þetta svona get ég fengið námslán í sumar samkvæmt nýjum úthlutunarreglum sem starfsfólk LÍN virðist samt ekki sjálft vera búið að fatta. Fékk meil frá þeim þar sem þeir gerðu tilraun til að svíkja mig um þetta sumarlán en ég greiði nú úr því strax eftir helgi.

Annars hef ég ekki setið auðum höndum síðan skólinn kláraðist, mætti strax daginn eftir síðasta próf uppá Kjalarnes þar sem við æfðum upp Hárið á nokkrum dögum og sýndum sl. fimmtudag við miklar og góðar undirtektir.

Næst á dagskrá er svo menningarhátíð Grand Rokk þar sem ég kem fram með hljómsveitinni P.P. á föstudagskvöld kl. 22:00 og svo verður frumsýning á "Kreperu" sem eru tveir einþáttungar með millispili. Ég leikstýri seinni einþáttungnum sem fjallar um hina ótemjandi sál diskósisn. Sýningin hefst kl. 15:00 og má enginn missa af þessu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu