Halló Ísafjörður!

Jæja, það lítur út fyrir að ég verði dreifbýlisrotta í sumar, því það er búið að bjóða mér að sjá um Morrann á Ísafirði, en það er eins konar unglingaleikfélag fyrir þá sem eru svo heppnir að lenda í bæjarvinnunni en hafa áhuga á leiklist.

Verð þar meira eða minna í allt sumar, þannig að dagskráin er bara komin hjá mér:

14. maí - síðasta próf
15. maí - fyrsta æfing á Hárinu
24. maí - frumsýning á Hárinu í Félagsgarði, Kjós
28. maí - æfingar hefjast aftur á Nonni und Manni
2. júní - Nonni und Manni frumsýnt á Grand Rokk
4. júní - flug til Ísafjarðar
10. ág - flug til Reykjavíkur
13. ág - fyrsti dagur í Norðlingaskóla

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu