Próflestur - sjmóvlestur!

Djöfull getur verið erfitt að einbeita sér að próflestri þegar veðrið er svona gott. Eins gott að maður er últra skipulagður og duglegur að byrja snemma. Það gerir sko nebbla að verkum að þegar klukkan er orðin fjögur (eða rúmlega) þá er ég búinn að læra sleitulaust í sex eða sjö tíma, búinn að fá alveg nóg en samt búinn að vera svo dúlegur að allt sem ég ætlaði að læra þann daginn er búið.

Þannig var það til dæmis í dag, ég byrjaði hálftíu og það lá fyrir að ég þurfti að lesa 23 fræðigreinar. Að vísu sleppti ég 6 þeirra því ég er nánast alveg viss um að það verður ekki spurt úr þeim, og jafnvel ef svo óheppilega vill til þá veit ég að það verður á þeim hluta prófs þar sem maður getur valið um spurningar, þannig að þá vel ég bara eitthvað annað.

En ég hef engar áhyggjur, því annar kennarinn nánast missti það út úr sér að þessi hluti yrði ekki til prófs - það voru alls 4 gestafyrirlesarar sem heimsóttu okkur á önninni en prófið skiptist á milli þeirra tveggja kennara sem gerðu allt hitt. Og þegar spurt var: Hvað um gestafyrirlesarana þá var kennari ekkert sérlega flinkur að fela að það hafði ekkert verið spáð í það.

Annars er prófið í hinu bráðskemmtilega námskeiði, Áhættuhegðun unglinga. Þannig að ég hætti að læra um kl. 4 og fékk mér bjór.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Feitibjörn tekur pásu

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022