Memento Mori pt 13
Það er við hæfi að hætta þessari vitleysu á þrettánda kafla. En til þess að það sé mögulegt verð ég að segja frá tveim atvikum þar sem munaði litlu að ég og Alli vinur minn ljósameistari yrðum okkur að aldurtila. Fyrra atvikið átti sér stað í Finnlandi. Við höfðum verið í Tampere að vinna við leiksýningu og þurftum að aka til Helsinki til að fljúga áleiðis heim. Við erum báðir áhugamenn um múmínálfa og ákváðum því að koma við á leiðinni og skoða skemmtigarð kenndan við Múmíndal sem er í skerjagarðinum fyrir utan Turkku. Það eru svipaðar vegalengdir milli þessara borga og þær mynda nokkurnveginn þríhyrning, þar sem maður ekur norður frá Helsinki til Tampere, síðan suðvestur frá Tampere til Turkku og loks austur frá Turkku til Helsinki. Hins vegar vorum við of góðu vanir eftir fyrsta bíltúinn. Finnar lögðu nýlega flotta hraðbraut frá Helsinki og norður til Tampere og okkur urðu á þau mistök að halda að þannig væru allir vegir í Finnlandi. Þannig að við reiknuðum okkur ferðatíma miðað við...