Færslur

Sýnir færslur frá september, 2006

Næsti kapítuli

Mynd
PART IV Eftir þessa miklu ævintýraferð tók vinnan við. Á sunnudagsmorgni mætti ég niður í leikhús að setja upp leikmynd, hljóð og ljós. Allur aðbúnaður var fátæklegur og ævaforn en þarna voru alvöru menn sem kunnu sitt fag. Alfredo ljósameistari, Allan sviðsmaður, Jose ljósaborðmaður, Paolo leikhússtjóri og nokkrir aðrir. Uppsetningin á öllum tækniatriðum ("the get-in" eins og það heitir á leikhúsmáli) gekk drulluvel. Svo kom að fyrstu æfingu. Við Valdís vorum sammála um að það væri nauðsynlegast að ná að renna í gegnum leikritið einu sinni án þess að stoppa. Brynja var sammála þangað til 8 sekúndur voru liðnar af rennslinu. Þá vildi hún stoppa af því að fyrsta hljóðkjú kom ekki inn á réttu augnabliki. Ég þurfti að æsa mig heilmikið en ég gerði það bara með þeim hætti að hún var fljót að fatta. Við stoppuðum ekki aftur en öll klikk voru tekin fyrir í nótum eftir æfingu. (Sjá mynd.) Mánudagurinn átti svo að fara í fínstillingar en vinnuhraði innfæddra bauð ekki upp á miki...

Húrei!

Nú er ég eins og margir vita orðinn stúdent aftur, kominn í Háskóla Íslands í kennsluréttindanám. Færri vita að ég er samhliða því að læra ensku við sömu stofnun. Ég tók reyndar ensku sem aukagrein þegar ég var í Stokkhólmi hér um árið en það voru aðeins 30 einingar og ég þarf 60 til að fá réttindi sem enskukennari í framhaldsskóla. Þannig að í júní hafði ég samband við skorarformann enskudeildar og fór fram á að einingarnar mínar frá Stokkhólmi yrðu metnar. Fór svo og hitti manneskjuna og afhenti henni öll gögn. Mánuði síðar sendi ég henni e-mail því ég hafði ekkert heyrt. Mér var þá sagt að bíða fram í ágúst því nemendaskrá væri í sumarfríi. Svo þegar ég kom frá Kólombíu og enn ekkert að frétta hafði ég aftur samband. Þá sagði konan mér að gögnin sem ég hefði sent í ágúst væru ekki nægjanleg. Ég sem sendi engin gögn í ágúst heldur mætti sjálfur með þau, einmitt til þess að vera viss um þetta væru réttu gögnin. Sem hún sagði þá að þau væru. Greyið hefur bara týnt þeim. Allavegana, nú ...

Þriðji kafli

Mynd
Föstudagurinn var furðulegur. Fyrst vorum við látin mæta í leikhúsið á fund en enn og aftur var enginn túlkur svo það fór fyrir lítið. Hátíðina átti svo að setja þennan dag og hún hófst með mikilli skrúðgöngu um götur borgarinnar. Öll lönd sem áttu fulltrúa á leiklistarhátíðinni voru með atriði í göngunni og þau voru öll mjög skrautleg, mikið götuleikhús, margir þátttakendur, litríkir búningar, trommur og hávær tónlist. Og Ísland sendi Valdísi. Eina. Gangandi. Hún tók sig nú samt mjög vel út í göngunni og vakti heilmikla athygli. Setningin sem fór um allt þennan dag var: "Es la senorita Islandesa!" Eftir gönguna var leikkonan samt úrvinda af þreytu og stressi og þar að auki hafði leikstjórinn stungið hana af í bænum og farið upp á hótel með a) lyklana hennar, b) peningana hennar og c) fötin hennar. Þannig að það var heppni að við Ingvar fundum hana þegar skrúðgöngunni var lokið. Ingvar fór fljótlega sjálfur á hótelið en ég tók að mér að ná stressinu úr leikkonunni og notaði t...

Ef konur stjórnuðu Meistaradeildinni

Tyra Banks stendur frammi fyrir fyrirliðum 16 knattspyrnuliða: I have sixteen beautiful football teams in front of me... But I only have fifteen pictures in my hand... When I call your team's name, please step forward... Real Madrid... congratulations. You're still in the running towards becoming Champions of Europe. Manchester United... congratulations. You're still in the running towards becoming Champions of Europe. Og svo framvegis þar til aðeins tvö lið eru eftir. Will Chelsea and Inter Milan please step forward... Inter... the judges feel unsure whether you have what it takes to become Champions of Europe... they feel you're only here because Juventus aren't... Chelsea... you have the money, you have the players, but you play boring football... the team whose name I don't call must immediately return to the training ground, pack its belongings and go home... ... ... Inter Milan... congratulations. You're still in the running towards becoming Champions ...

Skrúðgangan undirbúin

Mynd

2. hluti

Mynd
Fimmtudagurinn byrjaði semsagt mjög snemma hjá mér. Ég var búinn að eiga heila þrjá klukkutíma einn með sjálfum mér að vafra um víggirt hótelsvæðið og hlusta á hanagal í fjarska þegar mér stóð lokins til boða að fá mér morgunmat. Ég hafði svo lítið fyrir stafni þennan morgun að ég tók meiraðsegja upp á þeim óskunda að fara að stunda líkamsrækt. Tækjasalur hótelsins opnaði klukkan 6 að morgni en var fremur ókræsilegur svo ég lét mér nægja að skokka nokkra hringi kringum sundlaugina. Þessi ljóti ávani átti eftir að ágerast eftir því sem leið á dvöl mína í þessu heita landi og það er skemmst frá því að segja að ég tel mig hafa skilið eftir nokkur aukakíló í Kólombíu. (Insert lame cocaine-related joke here.) Sörpræsin héldu áfram að koma, því Helquin reyndist ekki búa yfir sérlega haldgóðum upplýsingum um það hvað beið okkar. Föstudagurinn átti að vera opnunardagur leiklistarhátíðarinnar og hann tjáði okkur þegar komið var fimmtudagskvöld að ætlast væri til þess að Valdís sýndi brot úr l...

Ferðasaga part 1

Mynd
Ferðin var full af óvæntum uppákomum og sörpræsum og það var strax í Leifsstöð sem sú fyrsta kom upp. Í ferðinni voru: Brynja leikstjóri (68), Erlingur maður hennar (73), Ingvar kamerumaður (45), Valdís leikkona (32) og ég. Í röðinni á Leifsstöð tilkynnir Brynja svona eins og í forbifarten að flugið okkar frá New York til Kólombíu muni millilenda í Panama City. Flugið til New York var eins og flug til New York eru, langt og frekar leiðinlegt. Brynja hafði falið mér það verkefni að bóka ódýrasta hótel sem ég gæti fundið fyrir okkur í nágrenni við JFK því við komum um kvöld og áttum að vera mætt í tékk-inn klukkan 4 um nótt. Fyrst lét svo kellingin okkur elta sig í lest á þann stað þar sem almennilegu flugvallarhótelin eru með frían skutlubíl, en hótelið okkar reyndist ekki vera eitt þeirra. Svo við máttum bíða í hálftíma eftir leigubíl. Hótelið reyndist svo fremur ógeðslegt og við hin yngri ákváðum að slá þessu upp í kæruleysi og fara í bæinn. Þetta var þriðjudagskvöld og lítið að gera ...

Greetings from Colombia

Amigos. Santa Marta esta muy bien. Yo quiero Santa Marta. Pina Colada = 200kr Steik og vin = 700kr Hiti = 35º Vinna = ekki mikil Hasta luego!