Næsti kapítuli
PART IV Eftir þessa miklu ævintýraferð tók vinnan við. Á sunnudagsmorgni mætti ég niður í leikhús að setja upp leikmynd, hljóð og ljós. Allur aðbúnaður var fátæklegur og ævaforn en þarna voru alvöru menn sem kunnu sitt fag. Alfredo ljósameistari, Allan sviðsmaður, Jose ljósaborðmaður, Paolo leikhússtjóri og nokkrir aðrir. Uppsetningin á öllum tækniatriðum ("the get-in" eins og það heitir á leikhúsmáli) gekk drulluvel. Svo kom að fyrstu æfingu. Við Valdís vorum sammála um að það væri nauðsynlegast að ná að renna í gegnum leikritið einu sinni án þess að stoppa. Brynja var sammála þangað til 8 sekúndur voru liðnar af rennslinu. Þá vildi hún stoppa af því að fyrsta hljóðkjú kom ekki inn á réttu augnabliki. Ég þurfti að æsa mig heilmikið en ég gerði það bara með þeim hætti að hún var fljót að fatta. Við stoppuðum ekki aftur en öll klikk voru tekin fyrir í nótum eftir æfingu. (Sjá mynd.) Mánudagurinn átti svo að fara í fínstillingar en vinnuhraði innfæddra bauð ekki upp á miki...