14 september 2006

2. hlutiFimmtudagurinn byrjaði semsagt mjög snemma hjá mér. Ég var búinn að eiga heila þrjá klukkutíma einn með sjálfum mér að vafra um víggirt hótelsvæðið og hlusta á hanagal í fjarska þegar mér stóð lokins til boða að fá mér morgunmat. Ég hafði svo lítið fyrir stafni þennan morgun að ég tók meiraðsegja upp á þeim óskunda að fara að stunda líkamsrækt. Tækjasalur hótelsins opnaði klukkan 6 að morgni en var fremur ókræsilegur svo ég lét mér nægja að skokka nokkra hringi kringum sundlaugina. Þessi ljóti ávani átti eftir að ágerast eftir því sem leið á dvöl mína í þessu heita landi og það er skemmst frá því að segja að ég tel mig hafa skilið eftir nokkur aukakíló í Kólombíu.

(Insert lame cocaine-related joke here.)

Sörpræsin héldu áfram að koma, því Helquin reyndist ekki búa yfir sérlega haldgóðum upplýsingum um það hvað beið okkar. Föstudagurinn átti að vera opnunardagur leiklistarhátíðarinnar og hann tjáði okkur þegar komið var fimmtudagskvöld að ætlast væri til þess að Valdís sýndi brot úr leikritinu í skrúðgöngu mikilli sem farin yrði um bæinn. Úr varð mikið stress sem reyndist ástæðulaust (eins og raunar allt stress í þessu landi) því hún átti aðeins að labba með í skrúðgöngunni. En allt átti að skýrast næsta dag þegar við myndum hitta Senoru Luz Patriciu, sem er konan sem stendur fyrir þessari hátíð ár hvert.

Engin ummæli: