22 september 2006

Húrei!

Nú er ég eins og margir vita orðinn stúdent aftur, kominn í Háskóla Íslands í kennsluréttindanám. Færri vita að ég er samhliða því að læra ensku við sömu stofnun. Ég tók reyndar ensku sem aukagrein þegar ég var í Stokkhólmi hér um árið en það voru aðeins 30 einingar og ég þarf 60 til að fá réttindi sem enskukennari í framhaldsskóla.

Þannig að í júní hafði ég samband við skorarformann enskudeildar og fór fram á að einingarnar mínar frá Stokkhólmi yrðu metnar. Fór svo og hitti manneskjuna og afhenti henni öll gögn.

Mánuði síðar sendi ég henni e-mail því ég hafði ekkert heyrt. Mér var þá sagt að bíða fram í ágúst því nemendaskrá væri í sumarfríi. Svo þegar ég kom frá Kólombíu og enn ekkert að frétta hafði ég aftur samband. Þá sagði konan mér að gögnin sem ég hefði sent í ágúst væru ekki nægjanleg.

Ég sem sendi engin gögn í ágúst heldur mætti sjálfur með þau, einmitt til þess að vera viss um þetta væru réttu gögnin. Sem hún sagði þá að þau væru.

Greyið hefur bara týnt þeim.

Allavegana, nú í dag var mál mitt tekið fyrir á skorarfundi og sem betur fer er kominn nýr skorarformaður, hinn eini sanni Martin Regal. Sem fannst það nú bara kommon sense að meta allar þessar einingar.

Og í dag er ég semsagt orðinn annars-árs-nemandi við enskudeildina.

Húrei!

PS: svo er ég í öðrum kúrsi í kennslufræðinni sem heitir notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Þar var ég að fá það verkefni að hanna mína eigin heimasíðu. Hún á nú örugglega eftir að verða nokkuð þurr og fræðimannleg en ég set link á hana hingað inn þegar hún er komin í loftið.

Feitibjörn er í stuði í dag!

Engin ummæli: