Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2006

Kronikan mikla

Ég er búinn að setja link á kronikuna hér hægra megin. Endalokin nálgast...

Háskóli Íslands

Grr! Ég er veikur heima, eins og komið hefur fram. Og augljóst er því ég er ALLTAF að blogga. En ég hef verið í allan dag að vinna í að klára umsóknina mína um nám í Háskóla Íslands. Þar sem ég ætla að ná mér í kennsluréttindi (og reyndar er ég með plön um að taka 30 einingar í hagnýtri ensku samhliða því, bæði svo mér leiðist ekki því háskólanám er jú ekkert svakalega erfitt, en einnig svo ég eigi betri möguleika á starfi við enskukennslu) vá hvað þetta varð langur svigi. Ég kann greinilega ekki að koma mér að efninu. Jú, því ég átti að skrifa 300 orða ritgerð um það hvers vegna kennsla ætti við mig og hvers vegna ég ætti við kennslu. Og var svo fljótur að koma mér að efninu að þetta urðu rúm 100 orð. En hins vegar á ég að skila eyðublaði með skráningu í kúrsa. Ekkert mál, hugsa ég og fer á vefsíðu skólans til að finna út hvaða kúrsa ég á að fara í, hvaða númer er á þeim, hverjir eru um haust og hverjir um vor og þannig mætti ekki lengur telja því þá er allt komið sem ég þurfti að fin...

Tómas miðframherji - betra dæmi

Það rann upp fyrir mér strax og ég tók upp bókina að dæmið áðan var ekki sérlega góð vísbending um hið fornfálega tungutak sem einkennir hina íslensku þýðingu á bókinni "Mittelstürmer Thomas Bruckner" þannig að það er ekki nauðsynlegt að lesa eldri færsluna hér fyrir neðan nema þá kannski fyrir þá sem hafa lítið að gera. Eru veikir heima eða eitthvað. Þess má geta að dæmið hérna kemur beint á eftir dæminu í hinum póstinum. Á mánudaginn er ekki um að ræða nema eitt umtalsefni í skólanum: Heimsókn unglingaliðsins í sjónvarpið. Tómas og Manfred, sem þennan dag eru báðir útnefndir hetjur bekkjarins, verða að segja söguna aftur og aftur. Margir af félögum þeirra hafa áhuga á starfi sjónvarpsfréttamanna, aðra langar til að vita, hvernig umhorfs sé í slíkum upptökusal, enn aðrir koma með spurningar varðandi tækniútbúnaðinn. "Skráðu þeir þig ekki óðar sem nýja fréttamannsstjörnu," segir Fritz Lemke við hinn langa Manfred. "Þú værir nú tilvalinn til slíks, svo liðugt se...

Tómas miðframherji

Um daginn rak á fjörur mínar bók. Ég var í Perlunni með frúnni og við tókum eftir því meðan við hámuðum í okkur allslappa samloku með skinkuostiogaspas tókum við eftir því að á neðstu hæð var mikill bókamarkaður í gangi. Við fórum að skoða, og ég fann meðal annars ævisögur þeirra Pele og George Best. Hins vegar fannst mér merkilegra að finna þýska meistaraverkið "Tómas miðframherji" sem ég man eftir frá því ég var lítill strákur. Ekki man ég eftir því að hafa þótt bókin eitthvað illskiljanleg eða á gamaldags íslensku, en í dag get ég varla stautað mig fram úr henni. Ég ætla að bjóða hér upp á lítinn kafla, þar sem Tómas og vinir hans í unglingaliði Eintracht Frankfurt eru í sjónvarpsstúdíói að bíða eftir að fara í viðtal, en á meðan er sagt frá 7-0 tapi þeirra manna fyrr um daginn: "Og nú sjáið þér kafla úr leik Einingar Frankfurt við SC Karlsruhe á Skógarleikvanginum í Frankfurt." segir Gerd Krämer. "Hamingjan góða," stynur Manfred, "Þessi skelfing í...

Letidagar

Eitthvað er heilsan enn að stríða mér þannig að ég hef ekki farið út úr húsi alla helgina. Að vísu tókum við Nikki þátt í spurningakeppninni á Grand Rokk og náðum besta árangri hingað til, eða 18 réttum. Að öðru leyti hef ég bara verið í náttfötunum. Búinn að lesa Oracle Night eftir Paul Auster og mæli með henni. Náði high score 78.000 og eitthvað í Pac Man og mæli ekki með því. Já og bjó til enn eina langlokuna í kronikunni miklu sem allir virðast hættir að fylgjast með, ja nema Maggi, hann er svo morbid. En mér sýnist að þetta verði alls 10 kapítular og svo er ég hættur. Jú eitt annað, ég drullaðist til að klára umsókn í Háskóla Íslands og ætti því að hefja nám þar í haust.

Neue Slowenische Kunst

Fór á Laibach í gær með honum Sigga. Alveg bráðskemmtilegt, sérstaklega í lokin þegar þeir tóku Live is Life. Tvær ungar stúlkur með sneriltrommur gáfu þessu soldið súran blæ. Í áhorfendasal var Mugison á kantinum og virtist ekki alveg átta sig. Annars er ég bara veikur heima, daginn eftir stórorðar yfirlýsingar í vinnunni að ég væri hættur að veikjast eftir nefaðgerðina grafísku. Og í aðgerðaleysinu fann ég þessa ágætu skemmtilesningu um sköpun heimsins sem óhætt er að mæla með. Já og það er kominn nýr kapítuli á kronikunni!

Spakmæli dagsins:

Íslendingar eru mesta smáþjóð í heimi, miðað við höfðatölu.

Ögmundur Helgason 1944-2006

Ég man eftir ferð í sumarbústað í júní 1980 með foreldrum mínum, Rögnu og Ögmundi og kannski einhverjum fleiri. Það var kosninganótt. Forsetakosningar á Íslandi og í framboði var kona sem allir í ferðinni héldu með. Hún vann. Ég man hvað allir voru stoltir og glaðir, ekki síst Ögmundur. Mannkynssagan var í mótun.

Kronikan heldur áfram...

Missti mig aðeins hérna síðast. En allavega, nú er kominn nýr kapítuli.

Hliðarprójekt

Mikil kronika er í fæðingu: Smelltu hér ef þú átt fimm mínútur. Fylgist með frá byrjun!

Hvað er í garðinum hjá mér?

Vaknaði snemma í morgun. Reyndar ekki af fúsum og frjálsum, því síminn hringdi og konan, sem átti að mæta í vinnuna eftir klukkutíma, var greinilega mætt frá sjónarhóli vinnuveitenda sinna því það þurfti nauðsynlega að gefa henni allskyns fyrirmæli sem ég fékk semsagt að njóta og endaði glaðvaknaður þó klukkan væri bara 8. Þá var ekkert að gera nema lesa blöðin, fá sér morgunmat í rólegheitunum og sörfa sjónvarp og net þangað til boltinn byrjaði. En áðan var ég truflaður við þessa rólyndisiðju mína því mikill skellur heyrðist utandyra. Hélt fyrst að það væri nágranni minn í kjallaranum. Hún er sminka, en hlýtur að vera sú harðhentasta sinnar tegundar miðað við hvernig hún skellir hurðum á leið sinni inn og út. En húsið nötraði nú allt og það bara nokkuð lengi. Skjálftinn var mestur fyrst, minnkaði hratt en hvarf aldrei almennilega. Það var eins og fjórum átján hjóla trukkum hefði verið lagt hverjum við sína hlið hússins. Ég leit út um eldhúsgluggan í bakgarðinn og tók fyrst eftir því a...

Sá ég spóa suðrí flóa syngur lóa útí móa bíbíbíbí...

...það er farið að snjóa! En ókei maður getur ekki mikið kvartað. Eða jú maður gæti það náttúrulega, og gerir eflaust. En það var komið svo mikið vor um daginn að það gat bara ekki verið satt. Og mars næstum því hálfnaður (20 vinnudagar eftir og þá er komið páskafrí, ekki að Páski fari þó í frí...) þannig að það er bjart framundan. Einhver fjandinn hefur gerst með stundatöfluna mína um áramótin, en síðan þá eru vikurnar bara helvíti fljótar að líða. Þannig að með sama áframhaldi verð ég bráðum kominn í sumarfrí. Ekki að ég fari í sumarfrí, ég verð víst að vinna eitthvað. Samt að spá í að reyna að þrauka fram yfir HM með að fá mér fulltimedjobb. Ég verð á einhvers konar launum eitthvað fram á sumarið frá skólanum, en svo er ég líka hættur þar for good. Gæti hugsanlega þurft að hætta fyrr, ef Tinna Þjóðleikhússtjóri kveikir á hugmynd sem ég fór með til hennar í vikunni. Reynslan af leikhússtjórum er hins vegar sú að þeir kveikja afar sjaldan á hugmyndum nema 1) þeir eigi þær sjálfir, eða...

Góða bókin

Hérna er áhugavert verkefni sem ég fann. Ég var að skoða blogg og fór að link-sörfa. Endaði á þessu metnaðarfulla verkefni: að lesa Biflíuna eða Heilaga Ritningu spjalda á milli, og skrifa pistil um hverja bók hennar fyrir sig. Bráðskemmtilegur lestur og spennandi pælingar sem byrja í september sl. á Fyrstu Mósebók, en virðist ljúka í desemberlok á Rutarbók. Gamla testamentið ekki hálfnað. Varríus hefur annað hvort breyst í saltstólpa, fengið kýlapest, verið etinn af engisprettum eða lostinn eldingu.
Manni líður betur eftir að hafa lesið þetta.

Páski klukkaði mig...

Mér hefur nú aldrei fundist svona klukkdæmi neitt spennandi en here goes: 4 störf sem ég hef unnið við- Afgreiðslumaður í Skífunni Leikstjóri út um allar trissur Vegavinnumaður á Sæbrautinni Leiklistarkennari á Tálknafirði 4 myndir sem ég gæti horft á aftur og aftur- Brazil Charlie and the Chocolate Factory The Meaning of Life Dr. No 4 staðir sem ég hef búið á - 5520 5th Avenue, Pittsburgh, PA 91a Russell Road, London N13 Katarina Bangatan 48, Södermalm, Stockholm Mánagata 22 (best) 4 sjónvarpsseríur sem mér líkar- Survivor Popppunktur (líka þó ég sé ekki með) Löður The Muppet Show 4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum- Juan-le-pins (French Riviera) Amsterdam Eistland-Lettland-Litháen (allt í sama fríinu) Egyptaland 4 síður sem ég heimsæki daglega- manutd.com mbl.is/folk/dilbert immagaddus.blogspot.com (og margir fleiri bloggarar) fótbolti.net 4 matarkyns sem ég held upp á- Spaghetti Carbonara Pizza með spínati, svörtum ólífum og spæleggi Egg og beikon Sítrónuhryggur (sjá uppskrift ef þ...

Skondin mynd, fyrir þá sem fatta djókinn

Mynd

Liverpool léku í gær. Leikurinn var markalaus.

Við lag Harry Belafontes: Nil all! Ni-i-i-l all! Liverpool game and I wanna go home Nil all! Ni-i-i-l all! Liverpool game and I wanna go home Don't put Cisse on, feed him a banana Liverpool game and I wanna go home Put Harry Kewell on, he steps on a banana Liverpool game and I wanna go home He's six foot, seven foot, eight foot Crouch! Liverpool game and I wanna go home Six foot, seven foot, eight foot Crouch! Liverpool game and I wanna go home Nil all! Ni-i-i-l all! Liverpool game and I wanna go home

Vísa fyrir enska sjúklinginn

Chris les reyndar aldrei bloggið mitt. Skil ekki afhverju. En ég samdi limru rétt í þessu: Ghastly Ashley sat on the wall Ghastly Ashley had a big fall He was seen in the News Having all sorts of Screws He even shoved a mobile phone up his Arsenal Og þá er að útskýra: Hér er frétt í mogganum í morgun. Svo er hérna grein af bresku vefsíðunni Pink News Og ég fann ekki link á hina upprunalegu frétt en þar var gefið sterklega í skyn að Ashley Cole hefði stungið farsímanum sínum upp í rassgatið á sér með vibrate on . Æskan nútildags! Ég er feitibjörn.

Vorið er komið og grundirnar gróa

Í dag lauk miðönn í skólanum mínum formlega. Um þetta leyti eru líka akkúrat tvö ár síðan ég hóf störf sem kennari, og þessir síðustu mánuðir skólaársins eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Kannski vegna þess að ég er svo árangursdrifinn, að prófatíminn er bara skemmtilegur. Markmið hjá mér auðvitað að koma öllum bekknum mínum (þeim tíunda semsagt) í gegnum samræmdu án þess að nokkur falli. Svo sem ekki alveg raunhæft en ég færi aldrei að segja krökkunum það, hvað þá foreldrum þeirra. Sem voru einmitt hjá mér á fundi í dag til að skoða einkunnir og svoleiðis. Og nú, rétt eins og börnin, er ég farinn að sjá fyrir endann á dvöl minni á Kjalarnesi. Ekki að það sé ekki ágætis vinnustaður og allt, en í núverandi 9. bekk eru ákveðnir karakterar sem ég hef ekki áhuga á að hjálpa í gegnum útskrift. Þannig að ég var fyrir löngu búinn að ákveða að hætta í vor. Hvað ég ætlaði svo að gera, það var allt á huldu. Nema ég ákvað fyrir nokkru að það væri góð hugmynd að skella sér í kennaraháskólann og ná í ...