23 mars 2006

Neue Slowenische Kunst

Fór á Laibach í gær með honum Sigga. Alveg bráðskemmtilegt, sérstaklega í lokin þegar þeir tóku Live is Life. Tvær ungar stúlkur með sneriltrommur gáfu þessu soldið súran blæ. Í áhorfendasal var Mugison á kantinum og virtist ekki alveg átta sig.

Annars er ég bara veikur heima, daginn eftir stórorðar yfirlýsingar í vinnunni að ég væri hættur að veikjast eftir nefaðgerðina grafísku. Og í aðgerðaleysinu fann ég þessa ágætu skemmtilesningu um sköpun heimsins sem óhætt er að mæla með.

Já og það er kominn nýr kapítuli á kronikunni!

Engin ummæli: