26 mars 2006

Letidagar

Eitthvað er heilsan enn að stríða mér þannig að ég hef ekki farið út úr húsi alla helgina. Að vísu tókum við Nikki þátt í spurningakeppninni á Grand Rokk og náðum besta árangri hingað til, eða 18 réttum. Að öðru leyti hef ég bara verið í náttfötunum. Búinn að lesa Oracle Night eftir Paul Auster og mæli með henni. Náði high score 78.000 og eitthvað í Pac Man og mæli ekki með því. Já og bjó til enn eina langlokuna í kronikunni miklu sem allir virðast hættir að fylgjast með, ja nema Maggi, hann er svo morbid. En mér sýnist að þetta verði alls 10 kapítular og svo er ég hættur.

Jú eitt annað, ég drullaðist til að klára umsókn í Háskóla Íslands og ætti því að hefja nám þar í haust.

Engin ummæli: