Tómas miðframherji
Um daginn rak á fjörur mínar bók. Ég var í Perlunni með frúnni og við tókum eftir því meðan við hámuðum í okkur allslappa samloku með skinkuostiogaspas tókum við eftir því að á neðstu hæð var mikill bókamarkaður í gangi. Við fórum að skoða, og ég fann meðal annars ævisögur þeirra Pele og George Best. Hins vegar fannst mér merkilegra að finna þýska meistaraverkið "Tómas miðframherji" sem ég man eftir frá því ég var lítill strákur. Ekki man ég eftir því að hafa þótt bókin eitthvað illskiljanleg eða á gamaldags íslensku, en í dag get ég varla stautað mig fram úr henni. Ég ætla að bjóða hér upp á lítinn kafla, þar sem Tómas og vinir hans í unglingaliði Eintracht Frankfurt eru í sjónvarpsstúdíói að bíða eftir að fara í viðtal, en á meðan er sagt frá 7-0 tapi þeirra manna fyrr um daginn:
"Og nú sjáið þér kafla úr leik Einingar Frankfurt við SC Karlsruhe á Skógarleikvanginum í Frankfurt." segir Gerd Krämer.
"Hamingjan góða," stynur Manfred, "Þessi skelfing í annað skipti - ég afber það ekki!"
Í annað sinn á þessum degi horfa piltarnir upp á það, hvernig Eining er "burstuð" eins og sagt er á knattspyrnumáli. Þegar mörk Karlsruhe-liðsins eru sýnd samþjöppuð í stuttum útdrætti, verka þau ennþá meira yfirþyrmandi en þau gerðu úti á Skógarleikvanginum síðdegis um daginn.
"Rétt eins og í handbolta," segir Charly lágt með hneykslun í rómnum.
Piltarnir fá ekki ráðrúm til að skrafa lengi í hálfum hljóðum um leikinn, því að allt í einu sitja þeir sjálfir í skærri birtu ljóskastaranna.
Tómas lokar sem snöggvast augunum til þess að venjast hinni ofsalegu birtu. Þegar hann opnar þau aftur, sér hann, að einni af stóru myndavélunum er beint að þeim.
"Gáið að, það á að fara að sýna okkur," hvíslar hann að félögum sínum.
Og nú er Gerd Krämer líka kominn til þeirra.
"Og hér langar mig til að kynna fyrir yður ellefu unga knattspyrnumenn, kæru áhorfendur," segir fréttamaðuinn. "Það er 1. unglingalið Einingar Frankfurt, sem við höfum boðið til okkar í dag." Síðan snýr hann sér að hinum ungu leikmönnum: "Jæja, drengir, hvað segið þið um viðburði dagsins í meistarakeppninni?"
Piltarnir verða heldur seinir til svars, er þeir sjá, að þeir eru orðnir miðdepill í sjónvarpsviðtali. Charly verður fyrstur til að jafna sig.
"Það hefur gerzt margt óvænt," segir hann.
"Alveg rétt," segir Krämer og kinkar kolli. "Það hefur margt óvænt gerzt. Og hvað var það, sem kom ykkur mest á óvart?"
"Nú, 7:0-ósigur félags okkar á Skógarleikvanginum," hrekkur upp úr Armin.
"Horfðuð þið á leikinn?" spyr fréttamaðurinn brosandi.
"Auðvitað," hrópar Manfred. "Það var reglulegur sorgarleikur."
"Einingar-liðið hafði ekki lánið með sér," segir Tómas, til að milda ofurlítið dóm félaga síns.
"Alveg rétt," samsinnir Gerd Krämer. "Þetta virtist mér líka. Hvað heitir þú annars?" spyr hann og snýr sér að Tómasi.
"Tómas Bruckner."
"Sem sagt, Tómas. Leyfist mér að spyrja í hvaða stöðu þú leikur?" Það verður stutt þögn. "Miðframherji?"
"Hvernig vitið þér það?"
"Mér datt það í hug," svarar Gerd Krämer brosandi. "En Wildmann vinur minn hefur nú kannski hjálpað mér til að fá þá hugmynd. Skoraðir þú mark í dag?"
Fréttamaðurinn snýr sér að áhorfendum til að útskýra fyrir þeim: "Unglingalið Einingar hefur sem sé unnið þýðingarmikinn leik í dag með 5:2!"
"Tvö mörk," segir Tómas, þegar fréttamaðurinn lítur aftur á hann.
"Og hin undirbjó hann." Þetta innskot kemur frá Manfred.
Tómas getur ekki að því gert, að hann roðnar. En sjálfsagt kemur það ekki fram á sjónvarpsskerminum, hugsar hann.
"Þá hefðir þú að réttu átt að keppa í meistaraflokksliðinu ykkar," segir Gerd Krämer í gamni. Síðan snýr hann sér að piltunum öllum. "Og hvernig lízt ykkur á ykkur hérna hjá okkur?"
"Ágætlega!" svara piltarnir einum rómi.
Upptökuvélinni, sem beint var að piltunum, meðan viðtalið fór fram, er nú beint í aðra átt, og það er slökkt á hinum skjallabjarta ljóskastara. Yfir við hitt borðið heldur Wim Thölke útsendingunni áfram. Piltarnir eru allir kafrjóðir í framan. En líklega stafar það bara af hitanum...
"Og nú sjáið þér kafla úr leik Einingar Frankfurt við SC Karlsruhe á Skógarleikvanginum í Frankfurt." segir Gerd Krämer.
"Hamingjan góða," stynur Manfred, "Þessi skelfing í annað skipti - ég afber það ekki!"
Í annað sinn á þessum degi horfa piltarnir upp á það, hvernig Eining er "burstuð" eins og sagt er á knattspyrnumáli. Þegar mörk Karlsruhe-liðsins eru sýnd samþjöppuð í stuttum útdrætti, verka þau ennþá meira yfirþyrmandi en þau gerðu úti á Skógarleikvanginum síðdegis um daginn.
"Rétt eins og í handbolta," segir Charly lágt með hneykslun í rómnum.
Piltarnir fá ekki ráðrúm til að skrafa lengi í hálfum hljóðum um leikinn, því að allt í einu sitja þeir sjálfir í skærri birtu ljóskastaranna.
Tómas lokar sem snöggvast augunum til þess að venjast hinni ofsalegu birtu. Þegar hann opnar þau aftur, sér hann, að einni af stóru myndavélunum er beint að þeim.
"Gáið að, það á að fara að sýna okkur," hvíslar hann að félögum sínum.
Og nú er Gerd Krämer líka kominn til þeirra.
"Og hér langar mig til að kynna fyrir yður ellefu unga knattspyrnumenn, kæru áhorfendur," segir fréttamaðuinn. "Það er 1. unglingalið Einingar Frankfurt, sem við höfum boðið til okkar í dag." Síðan snýr hann sér að hinum ungu leikmönnum: "Jæja, drengir, hvað segið þið um viðburði dagsins í meistarakeppninni?"
Piltarnir verða heldur seinir til svars, er þeir sjá, að þeir eru orðnir miðdepill í sjónvarpsviðtali. Charly verður fyrstur til að jafna sig.
"Það hefur gerzt margt óvænt," segir hann.
"Alveg rétt," segir Krämer og kinkar kolli. "Það hefur margt óvænt gerzt. Og hvað var það, sem kom ykkur mest á óvart?"
"Nú, 7:0-ósigur félags okkar á Skógarleikvanginum," hrekkur upp úr Armin.
"Horfðuð þið á leikinn?" spyr fréttamaðurinn brosandi.
"Auðvitað," hrópar Manfred. "Það var reglulegur sorgarleikur."
"Einingar-liðið hafði ekki lánið með sér," segir Tómas, til að milda ofurlítið dóm félaga síns.
"Alveg rétt," samsinnir Gerd Krämer. "Þetta virtist mér líka. Hvað heitir þú annars?" spyr hann og snýr sér að Tómasi.
"Tómas Bruckner."
"Sem sagt, Tómas. Leyfist mér að spyrja í hvaða stöðu þú leikur?" Það verður stutt þögn. "Miðframherji?"
"Hvernig vitið þér það?"
"Mér datt það í hug," svarar Gerd Krämer brosandi. "En Wildmann vinur minn hefur nú kannski hjálpað mér til að fá þá hugmynd. Skoraðir þú mark í dag?"
Fréttamaðurinn snýr sér að áhorfendum til að útskýra fyrir þeim: "Unglingalið Einingar hefur sem sé unnið þýðingarmikinn leik í dag með 5:2!"
"Tvö mörk," segir Tómas, þegar fréttamaðurinn lítur aftur á hann.
"Og hin undirbjó hann." Þetta innskot kemur frá Manfred.
Tómas getur ekki að því gert, að hann roðnar. En sjálfsagt kemur það ekki fram á sjónvarpsskerminum, hugsar hann.
"Þá hefðir þú að réttu átt að keppa í meistaraflokksliðinu ykkar," segir Gerd Krämer í gamni. Síðan snýr hann sér að piltunum öllum. "Og hvernig lízt ykkur á ykkur hérna hjá okkur?"
"Ágætlega!" svara piltarnir einum rómi.
Upptökuvélinni, sem beint var að piltunum, meðan viðtalið fór fram, er nú beint í aðra átt, og það er slökkt á hinum skjallabjarta ljóskastara. Yfir við hitt borðið heldur Wim Thölke útsendingunni áfram. Piltarnir eru allir kafrjóðir í framan. En líklega stafar það bara af hitanum...
Ummæli