Færslur

Sýnir færslur frá október, 2005

Lífsbjörg

Skólaferðalag í vikunni. Stoppað við Kerið í Grímsnesi. Fyrir þá sem ekki þekkja, er það gamall gígur sem nú geymir litla tjörn í botni sínum. Allbrött brekka niður sem er sumpart möl en inn á milli klettar. Tjörnin var frosin svo það var hægt að kasta grjóti niður á ísinn sem myndaði allsvakalegt Detroit-techno-303 hljóð því gígurinn myndar fínan hljómbotn. En það gerði að verkum að margir vildu hlaupa niður og kasta grjótinu úr meira návígi. Og ég byrja að fikra mig niður í fylgd með börnunum. Stoppa á einum stað í brekkunni við frekar þverhníptan hamar þar sem beint fall niður er 2-3 metrar. Stend þar andartak og horfi niður, og nýt þagnarinnar. En hún er alltíeinu rofin fyrir aftan mig. "SHIT" Hratt fótatak í möl, ýmis blótsyrði muldruð, og hljóðið nálgast. Ég sný mér við og sé einn unglinginn nálgast mig stjórnlaust. Hann stefnir fram af brúninni um metra frá mér til hægri. Ég stíg eitt skref til hliðar, set handlegginn út og gríp hann. "Þú bjargaðir lífi mínu. Af h...

Af mikilfengleik sköpunarverksins

Sat í strætó áðan. Á leiðinni heim úr vinnunni á Kjalarnesi klukkan tæplega tíu í kvöld. Eftir Skrekk-æfingu. Bíllinn brunar niður í botn Kollafjarðar að Mógilsá þar sem eru bílastæði fyrir fólk sem gengur á Esjuna. Þar niðri sjást ljósin í Reykjavík ekki. Vagnstjórinn neglir niður á bremsuna og sveigir glannalega inn á bílaplanið. Þar er enginn á ferli. Ég er einn í strætó. Það er enginn að bíða eftir strætó. Hvað er að gerast? Við stoppum hér í tvær mínútur, ég mæli með að þú komir út. Segir vagnstjórinn. Og ég hlýði. Stíg út, hann slekkur á ljósunum. Og Norðurljósin! Flæða græn og fjólublá upp yfir kolsvartan topp Esjunnar, kvíslast í tvennt og breiðast yfir gervallan himininn. Í miðjum syðri arminum logar Júpíter þolinmóður.

Kvennadagurinn

Fréttir á Rúv: Bogi Ágústsson: ...og atvinnulíf lamaðist á Íslandi í dag þegar tugþúsundir kvenna gengu út til að sýna fram á mikilvægi framlags kvenna til efnahagsins, og ég er viss um að Þórhallur Gunnarsson ætlar að fjalla eitthvað um það í Kastljósi í kvöld, Þórhallur? Þórhallur Gunnarsson: ... ha? Neeiii, ég var nú bara að spá í að spjalla um enska boltann! --- Vissuð þið að yfirmaður minn, sem er kvenkyns skólastjóri á vinnustað þar sem eru aðeins fjórir karlar, ætlaði í alvörunni að leggjast gegn því að konur legðu niður störf, á þeim forsendum að það væri “enginn launamunur í okkar stétt” ??? 1) Heldur hún að þetta snúist um það? Að aðeins konur í atvinnugreinum þar sem um sannanlegan launamun er að ræða, megi leggja niður vinnu? 2) Var hún fædd árið 1975? 3) Er hún skyld Þorgerði Katrínu Schnickelgrüber? --- Sólveig Pétursdóttir (née Mussolini): Þetta var allt öðruvísi í dag en 1975, það var svo miklu alvarlegra þá. Það hefur svo margt áunnist, og þetta er ekki eins alvarlegt....

Championship Manager

Ég var í morgun að þreyta frumraun mína sem knattspyrnuþjálfari. Skólamót KSÍ og allir skólar að senda 10.bekkjarlið... nema við. Klébergsskóli er svo lítill að við þurftum að fara alveg niður í 6. bekk til að ná í lið. Keppt í 7 manna liðum og við vorum með 8 manna hóp, þar af 3 úr 10. bekk, 2 úr 9. bekk, 1 úr 8. bekk og 2 úr 6. bekk. Og hvernig haldið þið að hafi gengið? Unnum fyrsta leikinn 3-1 og hefði átt að vera með meiri mun. Einn sjöttibekkingurinn skoraði meiraðsegja. Svo kom Rimaskóli. Sem hefur úr öllu meiri mannskap að moða en við, og flestir að æfa saman í Fjölni. Og þeir unnu okkur 6-0. Lærdómsríkt. Lokaleikur, úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum og allt lagt í sölurnar. Áttum að vinna, vorum betri en hinir voru tuddar og við misstum tvo útaf meidda. Með einn varamann. Og ein hrikaleg varnarmistök kostuðu okkur, og lokatölur urðu 3-3. Nú er ég að horfa á United vinna Tottenham. Öllu afslappaðri tilfinning. En hitt var helvíti gaman.

OK Mossmann

Mynd
http://www.jokesunlimited.com/whitedot.gif " width="100%" height="100%"> According to experts, my personality type is : Village Idiot Other people like me display these traits. They suffer from bowel problems They drive a honda They are good in bed They are scared of clowns Take the Ink Blot Personality Quiz at JokesUnlimited.com

Viðurstyggð og fásinna

Mynd

Gömul saga og ný

Í gamla daga, þegar ég var að alast upp á Seltjarnarnesi, var einu sinni bankað á dyrnar heima hjá okkur að Bakkavör 5. Við vorum ekki búin að fá okkur dyrasíma (sem kostaði mig einu sinni flengingu en það er önnur og lengri saga) og það var bara að labba fram á stigapall og orga: KOM INN! Þannig að pabbi heitinn labbar fram á stigapall og orgar: KOM INN! Og aftur er bankað. KOOOM IIIIINN!!! Enn er bankað. Djöfullinn!!! KOOOOOOOOOOOOOOOOOOMMMMMMMMM IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIINNNNNNNNNNNNNNNNNNNNN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! (stutt þögn) Bank bank bank. Bölvandi eins og sjómaður þeysir sá gamli niður tröppurnar og rífur upp hurðina með orðunum: "Andskotans helvíti er þetta, ertu heyrnarlaus eða hvað???" Við dyrnar stendur sölumaður að selja happadrættismiða fyrir Heyrnarlausa. Umlar og bendir á miðann. Og svo hin sagan: Það var hringt á dyrasímann okkar Rósu áðan. Maður frá Íslandspósti sem þurfti að afhenda okkur bréf. Við þurftum að sýna skilríki (greinilega ekki nóg að vera heima ...

Er Jonni búinn að stofna fótboltalið?

Fann þetta á vefsíðu FC United sem er utandeildarlið stofnað af þeim sem hættu að halda með Manchester United þegar Malcolm Glazer keypti klúbbinn. Spurning hvort vinur minn sem hefur sýnt tilþrif í hljómsveitum eins og Ham, Unun, Lhooq, Apparat Organ Quartet og auðvitað.... Daisy Hill Puppy Farm (sem ég var í um stundarsakir) hafi söðlað um og stofnað fótboltalið: The Board of FC United of Manchester wishes to address some of the concerns aired by supporters with regards to the difficulties experienced in getting access to Gigg Lane at our home game versus Daisy Hill.

Dularfulli bílskúrinn

Út um stofugluggann hjá mér sé ég framhliðina á bílskúr nágrannans. Skúrinn sjálfur hverfur inn í kjarrið en virðist samt á að giska tólf til fimmtán metra langur. Af óljósum ástæðum hefur verið skipt um framhurð á skúrnum í að minnsta kosti þrígang síðan ég flutti inn í vor. Það undarlega er, að daglega sé ég fólk koma og bera dót út úr bílskúrnum. Stundum smáhluti út um minni dyrnar, stundum heilu búslóðirnar og þá er einmitt hurðin gjarnan fjarlægð. Einstaka sinnum hef ég séð fólk streyma út. Aldrei er neitt borið inn í bílskúrinn. Og enginn fer þangað inn nema í nokkrar sekúndur. En stundum streymir fólk út.

Bjórtilboð á Cozy

Alllengi hefur það tíðkast á samkunduhúsi kynvillinga hér í borg, Café Cozy við Austurstræti, að bjórinn sé á tilboði. 3 stórir fyrir 1000kall hét það og þótti allgóður díll. Ég auglýsti þetta held ég eitthvað í viðtalinu fræga við Eirík Jónsson og kommúnistaþingmannsfíflið um verslunarmannahelgina, en fékk svo litlar þakkir fyrir það frá kellingunni á Cozy. Henni hefndist nú samt fyrir það greyinu. Georg vinur minn hefur frá upphafi vega unnið að stórfenglegri stærðfræðitilraun á sviði þriðjungsróta, með því að drekka ýmist 3x3=9 bjóra, 3x3x3=27 bjóra, 3x3x3x3=81 bjór, 3x3x3x3x3=243 bjóra og svo framvegis. En nú eru tímarnir breyttir. Bjórtilboðið er ekki lengur 3 stórir, því það er orðið svo mikið álag á uppþvottavélina. Bjórinn er nú kominn í könnu sem hefur hlotið nafn Georgs, honum til heiðurs. Menn ganga inn, upp að barnum og segja: Ég ætla að fá einn Georg, takk. Yfirleitt sprettur hann þá upp úr stólnum, áður en hann fattar að það er bara verið að panta bjór. En hvað gerir han...

Picked up by a star

Ég stóð á rauðu ljósi á horninu á Skeifunni og Grensásvegi áðan og fékk það mjög skyndilega á tilfinninguna að líf mitt væri í þann mund að taka enda. Því örskammt frá mér byrjaði bílflauta að gjalla meðan hinn óumflýjanlegi bíll geystist í áttina að mér á miklum hraða. Ég hrökk við, leit upp, og strax og líf mitt var búið að renna framhjá augum mér (á 0.7 sekúndum) horfði ég í augun á skælbrosandi appelsínugulum ísfirðingi. Þegar hjartað var aftur komið aftur á réttan hraða sá ég að kvikindið var að taka U-beygju. Hann ætlaði að reyna að drepa mig öðru sinni! Neinei, hann hægði á sér og ég settist uppí. Sæll Helgi Þór. Af hverju ertu appelsínugulur? Hann var auðvitað að koma úr Airbrush. Gaman að hitta drenginn samt, náði að hrósa honum fyrir frammistöðuna í Popppunkti (mitt lið fékk samt miklu fleiri stig) -- en ég var virkilega imponeraður af því þegar hann tók Nasty Boy. Helgi var smástund að meðtaka að hrósið var vel meint. Skrýtið það. Ég lét hann skutla mér um 200 metra vegaleng...

Jónína Ben Laden

Ég man eftir því að um svipað leyti og Jói pabbi Jóns Ásgeirs var að dömpa Jónínu (og samkvæmt hennar eigin brenglaða huga þar með að ræna af henni 120 milljónum sem hún hafði samt tapað alveg sjálf í Planet Pulse ruglinu) þá birtist kellingin alveg trítilóð í sjónvarpsfréttunum að fjargviðrast (takk Maggi) út af skemmtistað sem þá stóð við hlið líkamsræktarstöðvar hennar í Austurstræti. Minnir að staðurinn hafi heitið Diablo, og þar var leikin teknótónlist og kúnnar drukku aðallega vatn. Beyglan var alveg orðin rauð á brjóstunum af æsingi (takk Kiddi) og krafðist þess í fréttaviðtali að staðnum yrði lokað því þetta væri bara... dópbæli! Hún notaði orðið eins og Billy Graham myndi nota orðið homosexual. Ég velti því fyrir mér að fara með spraybrúsa og mála orðið "dópbæli" á Planet Pulse, því hver er munurinn á því að a) pumpa sig upp á kreatíni til að endast lengur á hlaupabrettinu b) pumpa sig upp á MDMA til að endast lengur á dansgólfinu meiraðsegja tónlistin er svipuð! Þan...

Meira um Halldór Ásgrímsson, ef ég tala ekki um hann þá hverfur hann sennilega af yfirborði jarðar (esse est percipi)

Hef soldið verið að pæla í því undanfarið (OK mér var að detta það í hug fyrir innan við mínútu síðan) að það gætu verið paralellar milli Halldórs og Bush. Ef það væri, þá mætti halda því fram að Halldór væri að njóta góðs af því fjárhagslega að eiga stóran hlut í gróðavænlegustu atvinnugrein landsins. (Bush á olíu, Dóri á kvóta.) Og báðir eru í pólítík til þess að græða peninga, sem mesta á sem stystum tíma, og er alveg sama þótt þeir steypi þjóðinni (jafnvel jörðinni) í glötun á meðan. Bush var um daginn að skipa vinkonu sína í stöðu hæstaréttardómara. Hún hefur aldrei verið dómari, en að sögn hefur hún horft á alla þættina af Judging Amy. Sem Georgi finnst svipað, enda veit hann hvorki hvað menntun né starfsreynsla er. Davíð gerði svipað, og Dóri myndi gera það líka ef hann gæti. Hann bara á enga vini. Ekki einu sinni í því sem var einu sinni flokkurinn hans. Höldum bara áfram að veiða fisk þangað til ekkert er eftir (brenna olíu þangað til við drepumst öll) það er allt í lagi. Viðh...

Heilræði

Það skynsamlegasta sem Halldór Ásgrímsson getur gert núna, ef hann vill ekki fara á atvinnuleysisbætur eftir næstu kosningar, er að ganga í Sjálfstæðisflokkinn.

Súr hryggur

1,5 kg lambahryggur, gott að krydda með Lamb Islandia, Sítrónupipar og/eða Hvítlaukspipar. 175° í klukkutíma. 600g kartöflur, soðnar, flysjaðar og velt upp úr grófu salti og smjöri. Gulrætur og rósakál/broccoli/sykurbaunir. E.t.v. sveppir. Sósan: 1 msk smjör brætt, bætt út í 2msk smátt söxuðum lauk og nokkrum pressuðum hvítlauksrifjum. Kryddað með sítrónupipar, hvítum pipar og 1tsk rósmarín. 1 msk hveiti hrært út í. 1,5 dl hvítvíni og 0,5 dl vatni hellt saman við ásamt grænmetisteningi og suða látin koma upp. 2 dl sýrður rjómi settur saman við. Fersk sítrónumelissa gróft söxuð sett saman við. Helmingur út í sósuna og restin yfir hrygginn inni í ofni síðustu mínúturnar.