Picked up by a star
Ég stóð á rauðu ljósi á horninu á Skeifunni og Grensásvegi áðan og fékk það mjög skyndilega á tilfinninguna að líf mitt væri í þann mund að taka enda. Því örskammt frá mér byrjaði bílflauta að gjalla meðan hinn óumflýjanlegi bíll geystist í áttina að mér á miklum hraða. Ég hrökk við, leit upp, og strax og líf mitt var búið að renna framhjá augum mér (á 0.7 sekúndum) horfði ég í augun á skælbrosandi appelsínugulum ísfirðingi.
Þegar hjartað var aftur komið aftur á réttan hraða sá ég að kvikindið var að taka U-beygju. Hann ætlaði að reyna að drepa mig öðru sinni! Neinei, hann hægði á sér og ég settist uppí. Sæll Helgi Þór. Af hverju ertu appelsínugulur?
Hann var auðvitað að koma úr Airbrush.
Gaman að hitta drenginn samt, náði að hrósa honum fyrir frammistöðuna í Popppunkti (mitt lið fékk samt miklu fleiri stig) -- en ég var virkilega imponeraður af því þegar hann tók Nasty Boy.
Helgi var smástund að meðtaka að hrósið var vel meint. Skrýtið það.
Ég lét hann skutla mér um 200 metra vegalengd á Ölver (mitt annað heimili). Lét svo Halla barþjón reyna að giska á í vísbendingaspurningu hver hefði skutlað mér á barinn. Hann gat það í sjöundu vísbendingu.
Þegar hjartað var aftur komið aftur á réttan hraða sá ég að kvikindið var að taka U-beygju. Hann ætlaði að reyna að drepa mig öðru sinni! Neinei, hann hægði á sér og ég settist uppí. Sæll Helgi Þór. Af hverju ertu appelsínugulur?
Hann var auðvitað að koma úr Airbrush.
Gaman að hitta drenginn samt, náði að hrósa honum fyrir frammistöðuna í Popppunkti (mitt lið fékk samt miklu fleiri stig) -- en ég var virkilega imponeraður af því þegar hann tók Nasty Boy.
Helgi var smástund að meðtaka að hrósið var vel meint. Skrýtið það.
Ég lét hann skutla mér um 200 metra vegalengd á Ölver (mitt annað heimili). Lét svo Halla barþjón reyna að giska á í vísbendingaspurningu hver hefði skutlað mér á barinn. Hann gat það í sjöundu vísbendingu.
Ummæli