25 október 2005

Af mikilfengleik sköpunarverksins

Sat í strætó áðan. Á leiðinni heim úr vinnunni á Kjalarnesi klukkan tæplega tíu í kvöld. Eftir Skrekk-æfingu. Bíllinn brunar niður í botn Kollafjarðar að Mógilsá þar sem eru bílastæði fyrir fólk sem gengur á Esjuna. Þar niðri sjást ljósin í Reykjavík ekki.

Vagnstjórinn neglir niður á bremsuna og sveigir glannalega inn á bílaplanið. Þar er enginn á ferli. Ég er einn í strætó. Það er enginn að bíða eftir strætó. Hvað er að gerast?

Við stoppum hér í tvær mínútur, ég mæli með að þú komir út.

Segir vagnstjórinn.

Og ég hlýði. Stíg út, hann slekkur á ljósunum.

Og Norðurljósin!

Flæða græn og fjólublá upp yfir kolsvartan topp Esjunnar, kvíslast í tvennt og breiðast yfir gervallan himininn. Í miðjum syðri arminum logar Júpíter þolinmóður.

1 ummæli:

Immagaddus sagði...

Hmmmm.
Sagan byrjaði eins og Strætóbílstjórinn ætlaði að fara að hösla þig.
Gerði hann það kannski?
En vegna að þetta er fjölskyldusíða, gastu ekki sagt frá öllu.

Immagaddus segir........