02 október 2005

Súr hryggur

1,5 kg lambahryggur, gott að krydda með Lamb Islandia, Sítrónupipar og/eða Hvítlaukspipar.
175° í klukkutíma.

600g kartöflur, soðnar, flysjaðar og velt upp úr grófu salti og smjöri.

Gulrætur og rósakál/broccoli/sykurbaunir. E.t.v. sveppir.

Sósan:
1 msk smjör brætt, bætt út í 2msk smátt söxuðum lauk og nokkrum pressuðum hvítlauksrifjum.
Kryddað með sítrónupipar, hvítum pipar og 1tsk rósmarín.
1 msk hveiti hrært út í.
1,5 dl hvítvíni og 0,5 dl vatni hellt saman við ásamt grænmetisteningi og suða látin koma upp.
2 dl sýrður rjómi settur saman við.

Fersk sítrónumelissa gróft söxuð sett saman við.
Helmingur út í sósuna og restin yfir hrygginn inni í ofni síðustu mínúturnar.

Engin ummæli: