Bjórtilboð á Cozy

Alllengi hefur það tíðkast á samkunduhúsi kynvillinga hér í borg, Café Cozy við Austurstræti, að bjórinn sé á tilboði. 3 stórir fyrir 1000kall hét það og þótti allgóður díll. Ég auglýsti þetta held ég eitthvað í viðtalinu fræga við Eirík Jónsson og kommúnistaþingmannsfíflið um verslunarmannahelgina, en fékk svo litlar þakkir fyrir það frá kellingunni á Cozy. Henni hefndist nú samt fyrir það greyinu.

Georg vinur minn hefur frá upphafi vega unnið að stórfenglegri stærðfræðitilraun á sviði þriðjungsróta, með því að drekka ýmist 3x3=9 bjóra, 3x3x3=27 bjóra, 3x3x3x3=81 bjór, 3x3x3x3x3=243 bjóra og svo framvegis.

En nú eru tímarnir breyttir. Bjórtilboðið er ekki lengur 3 stórir, því það er orðið svo mikið álag á uppþvottavélina. Bjórinn er nú kominn í könnu sem hefur hlotið nafn Georgs, honum til heiðurs. Menn ganga inn, upp að barnum og segja: Ég ætla að fá einn Georg, takk.

Yfirleitt sprettur hann þá upp úr stólnum, áður en hann fattar að það er bara verið að panta bjór.

En hvað gerir hann sjálfur þegar hann mætir? Góðan daginn, ég ætla að fá einn mig?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu