29 október 2005

Lífsbjörg

Skólaferðalag í vikunni. Stoppað við Kerið í Grímsnesi. Fyrir þá sem ekki þekkja, er það gamall gígur sem nú geymir litla tjörn í botni sínum. Allbrött brekka niður sem er sumpart möl en inn á milli klettar. Tjörnin var frosin svo það var hægt að kasta grjóti niður á ísinn sem myndaði allsvakalegt Detroit-techno-303 hljóð því gígurinn myndar fínan hljómbotn. En það gerði að verkum að margir vildu hlaupa niður og kasta grjótinu úr meira návígi. Og ég byrja að fikra mig niður í fylgd með börnunum.
Stoppa á einum stað í brekkunni við frekar þverhníptan hamar þar sem beint fall niður er 2-3 metrar. Stend þar andartak og horfi niður, og nýt þagnarinnar. En hún er alltíeinu rofin fyrir aftan mig.

"SHIT"

Hratt fótatak í möl, ýmis blótsyrði muldruð, og hljóðið nálgast. Ég sný mér við og sé einn unglinginn nálgast mig stjórnlaust. Hann stefnir fram af brúninni um metra frá mér til hægri.

Ég stíg eitt skref til hliðar, set handlegginn út og gríp hann.

"Þú bjargaðir lífi mínu. Af hverju?"

Og ég gat ómögulega svarað.

2 ummæli:

Immagaddus sagði...

Ég veit af hverju.
Betra að bjarga lífa hans þarna uppi, en að þurfa að klöngrast efir honum þarna niður á botn til að ná í hræið.

Immagaddus segir.............

Bjössi sagði...

Einn daginn, sennilega reyndar oftar en einu sinni í framtíðinni, á ég eftir að sjá smettið á þessu fífli framan á DV.

"Nauðgaði systur sinni!"

"Buffaði sjúkrabílstjórann!"

"Drap mann með skóflu!"

Og hugsa til baka, ef ég hefði verið aðeins fljótari að hugsa og ekki eins fljótur að hreyfa mig...