Purrkur Pillnikk
Af því tilefni að Mossmann ætlar að breyta Svíum í alvöru fólk með því að fræða þá um ágæti Purrksins þá er við hæfi að ég segi aðeins frá mínum kynnum af þessu sögulega bandi. Ég var nýorðinn 12 ára þegar ég fór að sjá fréttir í blöðunum um nýja og athyglisverða hljómsveit sem væri búið að stofna í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hér er rétt að taka fram tvennt: ég var þegar á þessum unga aldri farinn að renna hýru auga til MH vegna þess að Gummi eldri bróðir Braga vinar míns (sem er by the way maðurinn sem fékk mig til að halda með ÍA) var í þeim ágæta skóla og bar honum góða söguna milli þess sem hann leyfði okkur guttunum að hlusta á Bowie og Kiss plöturnar sínar. Og að auki var ég kominn með poppstjörnudrauma í magann og við strákarnir í 6. bekk í Melaskóla vorum búnir að stofna gervihljómsveit -- smíðuðum gítara úr krossvið eða frauðplasti og mæmuðum við ýmsa slagara á skólaskemmtun (mig minnir að prógrammið hafi verið lög með Utangarðsmönnum, Boston, Orchestral Maneuvres in the Da...