19 september 2005

Paul Auster og beljurnar

Verð að fá að deila því með umheiminum að ég lét aldna frænku mína draga mig á viðtal við Paul Auster á Bókmenntahátíð Reykjavíkur um daginn. Fyrir þá sem ekki vita hver Paul Auster er þá eruð þið plebbar og ættuð að prófa að lesa bók til tilbreytingar. Og sú bók ætti að vera eftir Paul Auster svo þið séuð ekki svona miklir fávitar.

Torfi Tulinius var viðmælandi skáldsins og komst sæmilega frá sínu. Hann spurði að mestu leyti gáfulegra spurninga en skeit einu sinni langt upp á bak og jafnvel svo langt að kúkurinn settist í fellingarnar í hnakkaspikinu.

Hún var svona (spurning hvort þetta sé einu sinni spurning): "your writing, as for example in the New York Trilogy... some have called it the post-modern detective novel....?"

Og svar meistarans var snilld: "Yeah, whatever, I don't know WHAT to call it."

Þessi orðaskipti eru nokkuð lýsandi fyrir viðtalið. Ég hefði viljað sjá um spyrilshlutverkið sjálfur, þá hefði þetta verið gaman. En ég er ekki með próf í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands (sem er álíka gagnlegt og meirapróf fyrir fótalausan mann) þannig að ég kem ekki til greina.

Eftir menningarviðburðinn var farið á kaffihús að leika speking. Félagar mínir á þessum degi eru öll komin á áttræðisaldur og því var einkar ánægjulegt að tala við þau. Mér er farið að virðast að fólk undir 70 ára aldri sé upp til hópa fávitar sem ekki er hægt að tala við án þess að langa í blásýru. Þannig að hér var komin ánægjuleg viðbót við daginn.

En á kaffihúsinu (Cultura fyrir þá sem hafa áhuga, frábært kaffihús þar sem hinn ódauðlegi DJ Brad Ford sleit barnsskónum) hitti ég -- ef hægt er að kalla þetta að hitta -- þrjár beljur.

Ekki á hverjum degi sem maður hittir beljur, en samt... fyrst gengur maður inn og sér tvær leikkonur sem maður þekkir sitja við borð og spjalla. Önnur heitir Þórunn Lárusdóttir og hefur haft það fyrir vana að vera mjög glöð að hitta mig í þau fáu skipti sem hún má vera að því að hitta mig. Elska hana út af lífinu og myndi stökkva í veg fyrir steypubíl fyrir hana, en hún er stundum svo upptekin að maður gæti brjálast. Enda varð ég soldið sár þegar hún yfirgaf staðinn án þess að heilsa, en hún á sér þá málsvörn að ég veit að hún sá mig ekki. Hún hefði samt átt að sjá mig. Belja.

Það sem verra er, er að við hlið hennar sat önnur leikkona sem ég þekki, en er engin vinkona mín. Sú sá mig, vissi að ég leit til Þórunnar og hlýtur að hafa séð að mig langaði til að heilsa upp á Þórunni, en sagði ekki orð við Þórunni um að ég væri á staðnum. Lagði sem sagt sitt af mörkum til þess að vinkona mín missti af því að segja hæ við mig. Þessi hin er Sólveig Arnarsdóttir (sem fékk einu sinni viðurnefnið "amatörinn" hjá Torfa vini mínum Geirmundssyni, og ég held að ég haldi mig við það) -- manneskja sem ég hef aldrei þolað því hún samanstendur af öllum stærstu göllum móður sinnar (yfirbeljunnar Þórhildar Þorleifsdóttur) og engum kostum föður síns (stórleikarans Arnars Jónssonar). Belja. Ég gæti sagt miklu meira, en læt það nægja að hún er Belja. Belja, belja, belja.

Þriðja beljan var síðan mjög vinaleg. Heilsaði, sendi fingurkoss, talaði heilmikið við mig og ýmislegt fleira. En hún er ein nokkurra íslenskra kvenna sem ég hef haft þá ógæfu að starfa með, og hafa kallað mig besta vin sinn svo lengi sem ég hagaði mér eftir þeirra óskum, en svo þegar kom í ljós að ég er ég, þá var ég bannfærður.

Bannfærður segi ég. Sumar íslenskar leikkonur, og reyndar konur tengdar íslenskri leiklist, virðast telja sig hafa sama vald og páfinn. Og telja sig hafa rétt til þess að frysta menn út úr lífi sínu ef þeir hegða sér ekki samkvæmt þeirra óskum. Og þarna hitti ég Ágústu Skúladóttur, eina af þessum beljum, sem einhverra hluta vegna (sennilega vegna þess að hún hitti mig þegar ég borgaði mig inn á eina af hennar amatörsýningum) hefur tekið mig í sátt. En það er ekki í boði að fjalla um bannfæringuna. Eins og ég eigi bara að vera þakklátur fyrir að bannfæringunni sé aflétt.

Svipað kom upp á Iceland Airwaves í fyrra eða hitteðfyrra þegar Anna Hildur Hildibrandsdóttir (uber-belja og uber-bannfærandi) lagðist svo lágt að heilsa mér með því að kinka kolli til mín, fimm árum eftir að hún kvaddi mig í símtali með orðunum "Fuck you, Björn Gunnlaugsson!"

Og það án þess að ég hafi neitt til saka unnið. Hún bara neitaði að trúa því.

Þetta er held ég ein aðalástæða þess að ég nenni ekki að starfa í íslenska listageiranum lengur. Hann er fullur af kvenfólki sem á það varla skilið að maður segi því hvað klukkan er.

Engin ummæli: