Að eilífu, amen!
Fór á leikhús í kvöld. Kom mér endanlega í skilning um hvers vegna ég er hættur að nenna í íslenskt leikhús. Því þetta var rússneskt, en þeirra útgáfa af íslensku leikriti. Og maður sá hvað hægt er að gera þegar maður er með alvöru leikara. Leikara sem vinna vinnuna sína af fagmennsku og nákvæmni. Íslenskir leikarar komast upp með agalega óagaðan leik, soldið eins og frægustu kvikmyndastjörnur heims þurfa ekki að leika, þær þurfa bara að mæta og vera Julia Roberts, eða Russell Crowe. Ísland er nottla svo flott og fremst í öllu að okkar leikarar eru á við megahollywoodstjörnur. Yeah, og Heiðar Helguson er massastriker. Íslenskur leikari þarf yfirleitt bara að vera tvennt. Þá er hann góður. Dæmi: Hávær og sætur = Hilmir Snær. Hávær og ljótur = Ingvar Sigurðarson. Hávær og sleazy = Baltasar Kormákur. Sambrýndur og sætur = Björn Hlynur. Sambrýndur og ljótur = Stefán Karl. Sambrýndur og sleazy = Steinn Ármann.
Og ég held ég sleppi því alveg að tala um stelpurnar. Þeim nægir yfirleitt að vera dóttir einhvers.
Heyrðu og hérna ekki vera feimin við að kommenta þó ég hafi sett smá varnagla á kerfið. Eina sem þarf er að skrifa orðið sem birtist á skjánum svo ég viti að það er manneskja að kommenta. Kæri mig ekki um að fá fleiri komment með tilboðum um að fjárfesta í erfðabreyttum eldivið.
Og ég held ég sleppi því alveg að tala um stelpurnar. Þeim nægir yfirleitt að vera dóttir einhvers.
Heyrðu og hérna ekki vera feimin við að kommenta þó ég hafi sett smá varnagla á kerfið. Eina sem þarf er að skrifa orðið sem birtist á skjánum svo ég viti að það er manneskja að kommenta. Kæri mig ekki um að fá fleiri komment með tilboðum um að fjárfesta í erfðabreyttum eldivið.
Ummæli
en get sagt þér að til dæmis upfærslan á Road á litla sviðinu
bar höfuð og herðar yfir uppfærslu á sama stykki sem ég sá hérna í Svíþjóð.
Sú íslenska var mun kraftmeiri og markvissari.
Ég get svo sem verið sammála þér í því að svo virðist sem þeir sem
taka inn í leiklistarskólann á íslandi fari meira eftir útliti og nöfnum en
leikgæðum þegar tekið er inn.
En alfæringar þínar krefjast eiginlega heillar ritgerðar um hvað það að leika
er og hvers maður getur krafist af leikaranum, ég nenni því ekki núna
þannig að ég reyni að halda mig á yfirborðinu,
og sökkva mér ekki niður í of djúpar pælingar.
Er kannski hægt að skilgreyna
að vera hlutverkið (amerískir bíóleikarar)
að leika hlutverkið (enskir leikarar, og john malkovich)
að ráðast á hlutverkið, berjast við það
(austurevrópskir leikarar, tilraunaleikhús)
btw mun undirritaður verða sviðinn af sviðsljósum eftir 2 ára hlé
í vor. mun verða
Hávær,
Sætur,
Ljótur
Sleazy
Sambrýndur
meir um það síðar...