13 september 2005

Brandarar, ljóðlist og lífstakmörk

Not necessarily in that order.

Í fyrsta lagi. Ég setti varnarkerfi á kommentin hjá mér til að hlífa sjálfum mér við stafrænt tilbúnum kommentum sem eru ekkert annað en spam. Það varð til þess að flestir hættu að nenna að kommenta, en samt fékk ég eitt spam frá vesælu ljóðskáldi sem vill að ég skoði ljóðin hans.

Ég ætla því að efna til skoðanakönnunar, og þar sem ég er ekki hjá blog.central.is þá verður það að vera frumstætt.
Þið sem viljið að ég skoði ljóðin hjá kanaræflinum, setjið komment þess efnis.
Þið sem viljið að ég hunsi hann, setjið komment að ég eigi að hunsa hann.
Og ef einhverjum finnst að ég eigi að hamast í greyinu og vera soldið vondur, látið mig líka vita.

Nú. Af hverju var Helen Keller svona slæmur bílstjóri?

Af því að hún var kona.

Tveir pólskir heróínistar eru að djönka sig. Annar sprautar, svo tekur hinn sprautuna og sprautar líka án þess að skipta um nál. "Ertu brjálaður? Ég er HIV-postitive!" segir sá fyrsti.
"Ekkert mál," segir hinn, "ég er með smokk"

Af hverju hefur ekki tekist að þróa lækningu við eyðni?
Af því að það finnast engar rottur sem eru til í að láta taka sig í rassgatið.

Hvað er 4-4-2?
Málin á ungfrú Eþíópíu.

Hvað er pólsk sjálfsmorðsárás?
Pólskur terroristi gengur inn á troðfullan veitingastað og skýtur sig í hausinn.

Hver er hraðskreiðasti fugl heims?
Eþíópski kjúklingurinn.

Í gær hófu bandarískir og breskir hermenn að kasta matarpökkum til eftirlifenda í New Orleans. Það kemur ekki á óvart að bresku matarpökkunum var kastað til baka.

Bandaríkjamenn fagna sínum fyrsta sigri í Afghanistan.
Rauði krossinn hefur gefist upp.

Jæja, og í nýjasta Orðlaus er listi yfir hluti sem maður verður að gera á lífsleiðinni. Mér fannst doldið óhuggó hvað ég er búinn að gera marga hluti á þeim lista. Hlýtur að þýða að ég sé alveg að verða réttdræpur. En hér er yfirlit yfir þetta:

Fara á heimsmeistaramót. Ekki búinn að því en Þýskaland næsta sumar er freistandi, sérstaklega þar sem Iceland Express ætlar að fara að fljúga til 789 staða í Þýskalandi fyrir tíkall.

Hitta einhvern frægan. Ég umgengst helst bara frægt fólk. Þið hin eruð heppin.

Truflun. Þið sem hafið reynt að halda uppi samræðum meðan ég er í herberginu getið staðfest að þetta á ég ekki ógert.

Skipulagður flótti. Best var þegar við Rósa áttum að vera statistar í Englum Alheimsins, héngum inni á Skuggabar í 4-5 klst en stungum svo af útum brunaútgang og klifruðum yfir mega hátt grindverk til að komast heim í bólið.

Hitta nafna sinn. Þetta á ég eftir. Það eru til bæði læknar og trésmiðir sem heita sama nafni og ég. Mér finnst samt eins og ég ætti að láta örlögunum það eftir að gera þetta að veruleika.

Brjálað partý. Say no more.

Semja lag. Ég er Vernharður Lár, vinur hans Atla...

Stripplast. Best þegar ég fór til Cambridge á mega-posh háskólaball og læstist nakinn inni á klósetti og þurfti að kalla á hjálp. Ferðasaga sem birtist tæplega á www.feitibjorn.com

Kynlíf á almannafæri. Say no more.

Heimsækja aðra heimsálfu. Búinn með tvær.

Gefa til baka. Ég spila á lengjunni. Does that count?

Komast eins hátt og þú kemst. Empire State, Eiffel, Esjan. Og annað sem byrjar á E.

Segja sannleikann (t.d. segja barni að jólasveinninn sé ekki til).
Við Benni erum on a level.

Fara hringveginn. Tvisvar.

Eiga dýr. Mestalla ævina.

Fara á blind date. Sé svo illa að öll mín date hafa verið blind.

Etið þjóðarréttina. Jamm. Lunda, hákarl, punga, hval, hápunkturinn var reyktur rauðmagi á Suðureyri.

Villa um fyrir túrista. Síðast í gær. Sendi þrjá Þjóðverja lengst uppí Hlíðar. He he.

Mótmæli. Gisti í fjármálaráðuneytinu í kennaraverkfalli í menntó.

Vakað í sólarhring. Say no more.

Spilað í fjárhættuspili. Nógu oft til að vita að svoleiðis á maður ekki að gera.

Búa til nýyrði. Strumpaklump? Pakkapúng?

Kynnast útlendingi. Say no more.

Útihátíð. Oft. Coveraði meiraðsegja lagið.

Virðist sem ég eigi ekki margt eftir ógert...

2 ummæli:

Anna sagði...

Mér finnst að þú eigir að vera vondur .... en það er líka bara af því að mér finnst að allir eigi að vera púkar eins og ég ;o9

anna sagði...

Það virðist ekki vera margt sem þú átt eftir að gera Bjössi minn, sem er nú kannski líka eins gott þar sem það styttist ótrúlega í hálfraraldarammæli ....