Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2005

Spurning varðandi dvergaklám... ekki fyrir viðkvæma

Ég bara verð að fá álit á einni spurningu sem hefur verið að bögga mig undanfarið. Klámvæðingin er mikil. Litlar stelpur með webcam heima hjá sér. Sem er sjúkt. Illa sjúkt. Svo er að verða til allskyns afbrigðilegt klám. Eins og barnaklám. Dýraklám. Öldungaklám. Og dvergaklám. (HVER ER SVO LASINN AÐ FINNAST DVERGAR SEXÝ?) En allavega. Nú langar mann að kíkja á smá dvergaklám. Svo maður fer inn á midget.webcam.com til að skoða. Sér maður þá nokkuð annað en ofan á hvirfilinn á greyinu?

Aðeins um páfann

Það er ekki laust við að maður fyllist smá óhug yfir nýja páfanum. Fyrir það fyrsta var hann í Hitlers-æskunni. Sem segir manni að hann er búinn að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði (enda er bannað að bölva upphátt í Vatíkaninu) í mörg ár, að bíða eftir því að helvítis Pólverjinn hrökkvi upp af. Hann hefði örugglega gert það með hervaldi ef hann hefði getað, en það virkaði reyndar ekki síðast heldur, amk. ekki til lengdar. En hann segist vera hættur í Hitlers-æskunni (enda að nálgast áttrætt) og að hann hafi fljótlega talið "að það væri sennilega ekkert svo sniðugt" þetta Nazista-dæmi. Flott að hann sé búinn að fatta það. Sextíu árum eftir að sá síðasti sem taldi þetta Nazista-dæmi eitthvað sniðugt, skaut sig í hausinn. Svo vill nýi páfinn verða "sameiningartákn" eða eitthvað álíka gáfulegt. Manni dettur í hug liðið í Blues Brothers myndinni sem sagðist hlusta á tvenns konar tónlist, country AND western. Þannig að Jósef kallinn ætlar sennilega að sameina rom...

Eyðilagði föndrið

Það var eitt sem mér láðist að segja frá í sambandi við síðustu helgi. Við vorum að spila. Við lágum í pottinum. Við föndruðum. Og ég gerði heiðarlega tilraun til að kveikja í kofanum. Ég skal ekki neita því að áfengi var haft um hönd. Og reyndar víðar. Meðan við sátum í pottinum sáust stundum rauð ský í heita vatninu, fljótandi á milli okkar. Það var rauðvín. Svo hellti Elín hvítvínsglasinu sínu með látum yfir borðið meðan við vorum í Pictionary. Þannig að 348 spurningar í því ágæta spili urðu hvítvínsmarineraðar. Og frekar súrar, enda vont hvítvín. Og það sem verra var, föndurpappírinn blotnaði líka. Þannig að minn tók sig til og ákvað að bjarga málunum... með því að henda helvítinu í örbylgjuofninn. Hvað gerðirðu við pappírinn Bjössi? Ég setti hann í örbylgjuna. Heldurðu að hann sé ekki að verða orðinn þurr? Neineineinei, alls ekki strax. Sagði ég. Og opnaði örbylgjuofninn til að geta sýnt þessum heimsku konum hvað þær væru vitlausar. Og ég klár. Og þá mætti mér þ...

Erfið helgi!

argh! hvað það getur verið þreytandi að slappa af -- var í sumarbústað í Bifröst um helgina, meiraðsegja bara laugardagskvöld fram á sunnudag, og ég var svo þreyttur eftir að hafa ekkert gert nema hanga í pottinum, spila pictionary og innbyrða, að ég hef ekki verið heill né hálfur maður í skólanum í dag og það eru heilir tveir tímar þangað til ég get farið á barinn og haldið áfram að slaka á :-(

Ég sætti mig við þig og ég sagði aldrei neitt...

... en það er satt, það kostar að eiga vin. Þetta er úr lagi eftir Megas. Og hann hefur rétt fyrir sér. Það getur kostað mann peninga að eiga vini. En hitt er réttara, að það kostar stundum peninga að losna við vini sína. Eða allavega getur það verið fín leið til að fá tímabundinn frið fyrir vinum sínum að lána þeim fé. Þá hringja þeir ekki af fyrra bragði. Ég hef hinsvegar verið að komast að því að það er ódýrara en ég hélt. Ég stóð í þeirri trú að maður þyrfti helst að lána stórar fúlgur til þess að fólk færi að forðast mann. Árið 1999 var ég nýfluttur til Íslands, og litli nýbúinn eignaðist þá vin/drykkjufélaga, sem ég komst seinna að því að var heavy dópisti. Eina skiptið sem ég hef þekkt svona alvöru djönkí. En ég fékk hjá honum einhverja grátsögu um vonda menn sem væru á hælunum á honum og vildu pening, og hann ætti von á fúlgu frá Tryggingastofnun any day now. Og nýbúinn lét blekkjast. Lánaði þessum manni rúmlega hundrað þúsund kall, sem tók svo margar vikur að innhei...

Gamlir hundar

Oft er erfitt að kenna gömlum sauði að hlusta. Tengdapabbi kíkti í heimsókn um helgina. Konan var með í för, og ég var búin að segja þeim að ég væri á fullu að mála hurðina að íbúðinni. Sem er ekki í frásögur færandi. Nema eftirfarandi samtal átti sér stað þegar sá gamli hafði arkað inn um dyrnar, stigið beint á dagblað sem lá á gólfinu og í málningarklessu sem var þar: Geiri, stoppaðu, þú hefur stigið í málningu. - Ha? Þú hefur stigið í málningu, það er málning neðan á skónum þínum. - Jájá, það gerir ekkert til. Ég var ekki að hafa áhyggjur af skónum. Þú ert að spora út allt stofugólfið hjá mér. - Ha? Þú ert að setja málningarklessur út um allt gólf. - Jájá, það er allt í lagi. Nei, það er ekki allt í lagi. Viltu gera svo vel að fara úr skónum. - Ha? Geturðu farið úr skónum áður en þú sporar meira út. - Viltu að ég fari úr skónum? Já takk, það væri ágætt. Áður en það fer meiri málning á gólfið. - Ha? Áður en það fer meiri málning á gólfið. Það eru málningarklessur á gólfinu ef...

Verstu dagar ævi minnar - EKKI FYRIR VIÐKVÆMA

Og ég meina það! Ekki lesa lengra nema þú treystir þér til. Við erum að tala um... ja, ég kýs að kalla það "Et haal i mit arsel"... Ég er búinn að vera veikur í næstum því viku. Ótrúlegt. Ég kallaði mig einu sinni manninn sem aldrei verður veikur. Menn hrósuðu mér fyrir það á vinnustöðum. Hann Bjössi, maður. Verður aldrei veikur. Það þótti saga til næsta bæjar þegar ég mætti ekki til vinnu daginn eftir þrítugsafmælið mitt. Datt engum í hug að ég væri veikur. Þannig að ég sagði bara eins og var og tilkynnti að ég væri of þunnur til að mæta í vinnuna. Þetta byrjaði allt saman á sunnudagsmorguninn. Átti ekkert skylt við lagið eftir Jón Ólafsson, enda væri viðlagið þá svona: Sunnudagsmorgunn, og drullan hún spýtist í klóið. Sunnudagsmorgunn, hann svitnar og skelfur, æ hróið. Sorry. Ég hef aldrei talist gott skáld. Ég fór út á laugardagskvöldið og skemmti mér frekar vel. (Takk Tóti.) En daginn eftir átti að fara að þrífa gamla húsið (við erum búin að skila því, jibbí.....