Eyðilagði föndrið

Það var eitt sem mér láðist að segja frá í sambandi við síðustu helgi. Við vorum að spila. Við lágum í pottinum. Við föndruðum. Og ég gerði heiðarlega tilraun til að kveikja í kofanum. Ég skal ekki neita því að áfengi var haft um hönd. Og reyndar víðar. Meðan við sátum í pottinum sáust stundum rauð ský í heita vatninu, fljótandi á milli okkar. Það var rauðvín. Svo hellti Elín hvítvínsglasinu sínu með látum yfir borðið meðan við vorum í Pictionary. Þannig að 348 spurningar í því ágæta spili urðu hvítvínsmarineraðar. Og frekar súrar, enda vont hvítvín. Og það sem verra var, föndurpappírinn blotnaði líka. Þannig að minn tók sig til og ákvað að bjarga málunum... með því að henda helvítinu í örbylgjuofninn. Hvað gerðirðu við pappírinn Bjössi? Ég setti hann í örbylgjuna. Heldurðu að hann sé ekki að verða orðinn þurr? Neineineinei, alls ekki strax. Sagði ég. Og opnaði örbylgjuofninn til að geta sýnt þessum heimsku konum hvað þær væru vitlausar. Og ég klár. Og þá mætti mér þykkasta reykský sem ég hef nokkru sinni séð. Apache-indíánar í Arizona sáu reykinn, og sendu svar um hæl til baka (með reykmerkjum) -- Bleiknefji setja föndurpappír í örbylgjuofn. Dínamúdd-múdd. Búng-búgg!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu