Aðeins um páfann

Það er ekki laust við að maður fyllist smá óhug yfir nýja páfanum. Fyrir það fyrsta var hann í Hitlers-æskunni. Sem segir manni að hann er búinn að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði (enda er bannað að bölva upphátt í Vatíkaninu) í mörg ár, að bíða eftir því að helvítis Pólverjinn hrökkvi upp af. Hann hefði örugglega gert það með hervaldi ef hann hefði getað, en það virkaði reyndar ekki síðast heldur, amk. ekki til lengdar. En hann segist vera hættur í Hitlers-æskunni (enda að nálgast áttrætt) og að hann hafi fljótlega talið "að það væri sennilega ekkert svo sniðugt" þetta Nazista-dæmi. Flott að hann sé búinn að fatta það. Sextíu árum eftir að sá síðasti sem taldi þetta Nazista-dæmi eitthvað sniðugt, skaut sig í hausinn. Svo vill nýi páfinn verða "sameiningartákn" eða eitthvað álíka gáfulegt. Manni dettur í hug liðið í Blues Brothers myndinni sem sagðist hlusta á tvenns konar tónlist, country AND western. Þannig að Jósef kallinn ætlar sennilega að sameina roman AND catholic. Og nýja slagorðið hans verður auðvitað: Ein Gott, Ein Reich, Ein Führer! Einhver sagði mér að fréttamaður hefði mismælt sig um daginn og kallað Jósef Ratzinger óvart Rottweiler. En það voru engin mismæli, maðurinn er í alvöru kallaður þetta. Ætli hann verði kominn upp á svið með Erpi og félögum?

Að ég sé hóra - hah! - það er ekkert nýtt
hva? heldurðu að litli bróðir þinn fái að ríða frítt
ég er maðurinn sem myrti Jóhannes Pál 1
en það sá mig enginn og enginn gat sannað neitt
þegar kemur að mér sökka litlir drengir frekar feitt

Óstaðfestar fregnir herma að Michael Jackson ætli að gerast kaþólskur.

Hann gengur annars í alltof þröngum fötum, hann Michael. Vitiði afhverju?
Þau eru ekki af honum, bara það fyrsta sem hann tíndi upp af svefnherbergisgólfinu!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu