Verstu dagar ævi minnar - EKKI FYRIR VIÐKVÆMA

Og ég meina það! Ekki lesa lengra nema þú treystir þér til. Við erum að tala um... ja, ég kýs að kalla það "Et haal i mit arsel"...

Ég er búinn að vera veikur í næstum því viku. Ótrúlegt. Ég kallaði mig einu sinni manninn sem aldrei verður veikur. Menn hrósuðu mér fyrir það á vinnustöðum. Hann Bjössi, maður. Verður aldrei veikur. Það þótti saga til næsta bæjar þegar ég mætti ekki til vinnu daginn eftir þrítugsafmælið mitt. Datt engum í hug að ég væri veikur. Þannig að ég sagði bara eins og var og tilkynnti að ég væri of þunnur til að mæta í vinnuna.

Þetta byrjaði allt saman á sunnudagsmorguninn. Átti ekkert skylt við lagið eftir Jón Ólafsson, enda væri viðlagið þá svona:
Sunnudagsmorgunn, og drullan hún spýtist í klóið.
Sunnudagsmorgunn, hann svitnar og skelfur, æ hróið.
Sorry. Ég hef aldrei talist gott skáld. Ég fór út á laugardagskvöldið og skemmti mér frekar vel. (Takk Tóti.) En daginn eftir átti að fara að þrífa gamla húsið (við erum búin að skila því, jibbí...) og ég var, eins og máltækið segir, með böggum Hildar. Þá meina ég ekki að ég hafi verið með Chris og Óðni. Ég var verulega slappur. En varð að rífa mig á lappir. Virtist vera ekkert mál. En alltíeinu, meðan ég bíð eftir farinu, hellist yfir mig ískaldur sviti - og ég meina, hann HELLTIST yfir mig - og ég fer að skjálfa og titra og nötra. Staulast inn á klósett. Og þar upplifi ég mesta niðurgangskast sem hægt er að ætlast til að negri upplifi án þess að halda að hann sé að bráðna. Það var bókstaflega eins og einhver hefði verið að leika sér með slökkvitæki. Nema það kemur ekki svona út úr slökkvitækjum. Og slökkvitækið hefði þá þurft að vera... sleppum því. Ég fór nú samt út. En entist í klukkutíma og var þá keyrður heim í óráðsmóki og gat ekki einu sinni setið uppréttur í bílnum. Upp í rúm og þrjár mega Ibuprofen. Svaf nokkra klukkutíma. Komst framúr um kvöldið til að drulla aðeins meira. Þrjár Ibu, aftur upp í rúm. Mánudagur og þriðjudagur liðu eins. Sofa, drulla, Ibu. Sofa, drulla, Ibu. Á þriðjudagskvöldið var ég farinn að geta fært mig fram í sófa þannig að Rósa leigði Incredibles. Og ég borðaði hrúgu af poppi. Sem var það fyrsta sem ég hafði borðað síðan á laugardeginum. Miðvikudagsmorgun vakna ég upp og er ekki lengur með niðurgang. Og nú held ég að ég hafi himin höndum tekið og fundið ráð við renniskít. Semsagt popp. En nei. Poppið fyllti samt magann nóg til að ég var farinn að ganga um gólf og geta drukkið vatn hjálparlaust, standandi. Miðvikudaginn prófaði ég að borða smá, enda ekkert í gangi í maganum, hvorki gott né slæmt. Þrjár litlar pulsur. Tvær stórar beikonsneiðar. Og tvær ristabrauðsneiðar. Leið svona líka helvíti vel. Prótín í blóðið og farinn að reyta af mér brandara. Samt drulluslappur, en svona... ég var hættur að vilja bara leggjast á magann og deyja. En var þetta búið? Var það fuck. Fimmtudagsmorgun vakna ég og mæli mig (sem ég hefði átt að segja að ég hef verið að gera tvisvar þrisvar á dag, alltaf á bilinu 38-39°) og svona, en þarf skyndilega að hlaupa inn á klósett aftur. Og æla. Eins og fíll. Nei, ekki eins og fýll. Eins og FÍLL!!! Sem ég gerði aftur sama kvöld, þegar ég hafði hresstststst soldið og talið það góða hugmynd að háma í mig tvær pizzusneiðar (Eldsmiðju með skinku sveppum og papriku)... bad idea!!! Nema í seinna skiptið var fíllinn búinn að einsetja sér að slá heimsmet í fílagubbi. Stundum, þegar maður ælir, þá fer upp í gegnum nefið á manni, sem er bæði ógeðslegt og vont. Í þetta sinn fór út í gegnum EYRUN. That bad.

En ég er ekki dauður enn. Og í kvöld var ég orðinn hitalaus, og langaði í bjór aftur.

Guð er góður.

Ummæli

Immagaddus sagði…
Gott að þú er orðinn hress.
Og þú átt bra eftir að hreddzast meira.
Snilldar blogg.
En hvað kemur þetta viðkvæmni við?
Friðþjófur sagði…
Ég fann meira til þegar ég las um óska-geldinguna þína í fyrri færslum. Það var brútal!

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu