Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2005

Stór dagur á morgun

Þá er komið að því, ég var að tala við tilvonandi fyrrverandi eiganda tilvonandi fyrrverandi tilvonandi íbúðar okkar. Við ákváðum að hittast seinni partinn á morgun og þá lætur hann okkur fá lyklana og við látum hann fá hálfa milljón í beinhörðum peningum. Góð býtti það. Hann er greinilega búinn að fá nóg af þeim framkvæmdum sem hann hefur staðið í undanfarið til að koma íbúðinni í það stand sem var samið um því hann bað um að fá að sleppa að mála eldhúsið og fúga. Gott mál því við hefðum hvort sem er þurft að gera hvorttveggja eftir að við skiptum um alla skápana þar. En anyways, ég ætla að reyna að muna að taka myndavél með mér á morgun þegar við tökum við, svo ég geti gert augnablikið ódauðlegt. Svo birti ég örugglega einhverjar myndir hér alveg á næstu dögum. Till then... over and out
Mynd
...og svona verður ísskápurinn minn í nýju íbúðinni :-p 
Mynd
Svona hefur strætóleiðin verið í mest allan vetur... 

Vor í lofti

og samt er ég ennþá frekar sloj. Búinn að vera lasinn síðan á þriðjudag, missti tvo daga úr vinnu og var að DREPAST úr leiðindum heima. Samt var hvorki Rósa né mamma hans Fiffa á svæðinu. En í morgun drattaðist ég framúr, eins og upphitað ýsuflak frá í fyrradag, skellti mér í smá bað og leið skár. Þannig að ég ákvað að mæta í skólann. Góð hugmynd, nema ég er að kafna úr hita og krepera því ég sit við glugga þar sem ég horfi yfir spegilsléttan sjóinn yfir til Reykjavíkur, sólin glampar á Perlunni (þar sem flest skrímslin eru í dag á Orkuþingi, og ég hér nánast einn með 10. bekk í afslöppun -- sit hér og blogga meðan þau elda handa mér hádegismat) og allavega 75° af heiðum himni. Og það var orðið þó nokkuð bjart í strætó í morgun. Ekki nóg til að geta lesið moggann, en það styttist í það. Og þá fer þessi vinna að verða talsvert bærilegri. Nú eru 4 dagar í afhendingu á Mánagötunni, við getum ekki beðið. Ég ætla að reyna að vera gegt duglegur heima um helgina og ekki djamma allt o...

Tékka á þessu bloggi það er gegt fyndið

www.toothsmith.blogspot.com

Er þoka í dag eða er það bara ég?

Ég var að sniffa leysiefni alla helgina (ókei ekki alla helgina, ég viðurkenni það) en það er ekkert smá ógeðsleg lykt af þessu drasli. Það er semsagt komin eldhúsinnrétting inn á gólf til okkar á Þrastargötunni, og við fáum ekki afhent á Mánagötu fyrr en eftir 8 daga... maður verður að nota tímann, svoleiðis að það var verið að skrapa og skafa eins og moððerfökkerar. Sem endaði með þvílíkum hausverk að ég hef sjaldan eða aldrei vitað annað eins. Þannig að ég var að spá í það í morgun hvort þessi þoka væri ekta eða bara leifar af vímunni. Hei, og Chelsea tapaði um helgina, jibbí.

Midnight Express

Nú er ég orðinn verulega áhyggjufullur. Anna Páski vinur minn fór til Istanbúl fyrir löngu löngu síðan og átti að koma heim á mánudaginn var. En hún er barasta horfin. Heyrist ekki múkk frá henni og sést hvorki tangur né tetur. (Hvað eru annars tangur og tetur?) Nú er ég orðinn sannfærður um að Páski dúsir einhversstaðar í tyrknesku fangelsi út af einhverju bulli. Múslimarnir hafa kannski fundið sæðisdrepandi í töskunni hennar, ég veit það ekki. Er komin Evra í Tyrklandi? Þá gæti maður millifært pening til að beila hana út. Annars verður maður bara að safna liði og fara þarna út og breika hana út úr fangelsi. Það gæti reyndar verið gegt stuð. Riz vinur minn talar hrafl í Tyrknesku og kann óteljandi fantabrögð, tek hann með. Chris kann að dýrka upp lása, það gæti komið sér vel. Hjölli kallinn væri nothæfur, en ég veit ekki hvort hann er a) dauður, b) á Hrauninu, c) á Vogi eða d) á Fáskrúðsfirði. Haffi kjötkall er líka fílsterkur, gæti örugglega beyglað rimla með berum hönd...

We're all going on a winter holiday

Nei reyndar er það ekki rétt, þið dauðlegu sálir, því ég og bara ég er kominn í vetrarfrí. Ein besta uppfinning síðari alda, að setja mig í djobb þar sem maður þarf bókstaflega ekki neitt að vinna (nema á þeim dögum sem ég pósta leiðindaraus um það hvað það sé erfitt að vinna við að vera ég) --- maður er alltaf í fríi. Jólafrí vetrarfrí, sumarfrí, páskafrí, verkfall, starfsdagur kennara... the list goes on. Semsagt: það rennur næst af mér á sunnudagskvöldið. Bring it on! Með öðrum orðum... nennir einhver að djamma í kvöld? Hvað með það þó það sé miðvikudagur? Kommon! Einhver? Halló? Halllllóóóó????? Life's a bitch.

Jeg hader mandage!

Ef það er eitthvað verra en venjulegur mánudagur þá var það dagurinn í dag. Fyrst svaf ég yfir mig, svo þurfti ég að láta Rósu keyra mig í skólann (ALDREI láta hana keyra ykkur NEITT) -- og svo fór restin af skóladeginum í það að krakkar öskruðu á mig að það væri mér að kenna að þeim gengi illa í dönskuprófi vegna þess að þau höfðu ekki lært það sem átti að læra undir prófið og ekki hirt um að lesa heimavinnuáætlanir og próftöflur.

ég fæ líka kakó

vegna þess að ég á ammæli :-)

How to do nothing

Dagurinn í dag var svona hjá mér í vinnunni: 1. tími - enska hjá 10. bekk; megum við horfa á Löggulíf? Ekkert mál. 2. tími - danska hjá 8. bekk; ef þið eruð dugleg megið þið leika ykkur í tölvum í næsta tíma, ég þarf að skreppa frá. 3. tími - 8. bekkur í tölvum. Eftir hádegi - engin Skrekk-æfing, þannig að ég fer heim. Og ég sem á ekki ammæli fyrr en á morgun!

ole ole ole ole, ole ole

ole ole ole ole, ole ole, ole oleoleole, ole ole (o.s.frv.)

Hvað var Beethoven gamall þegar hann varð heyrnarlaus?

Bara af því að ég á ammæli bráðum og ég hef verið fullkomlega í þögninni frá vinstri hlið séð (eða heyrt) og ég á að fara til læknis á ammælisdaginn minn og láta skoða málið og ég fór að pæla í hvort þetta væru kannski bara ellimörk. Svo á að gelda Rasmus sama dag þannig að þetta verður mikill sorgardagur. Ég er allavegana kominn til vinnu aftur, var bara alveg að krépera úr leiðindum heima, sérstaklega í gær þar sem Rósa var líka veik heima (þetta er allt í lagi, hún les aldrei bloggið mitt og heldur að internetið sé ný tegund af veiðarfærum)... það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að glápa lengi á listdans á skautum í sjónvarpinu. Fyrir þá 5.767.992 sem ekki fylgjast grannt með þessari "íþrótt" þá er EM í gangi eins og er. Eina bjarta hliðin sem ég sé er að fatatíska skautadrottninga er farin að minna á strandblak kvenna. Og svo er Arsenal-Júnæted í kvöld! Skál fyrir því, ég verð á Glaumbar ef einhver þarf að ná í mig. En ekki reyna að hringja, það verður tekið...