Stór dagur á morgun
Þá er komið að því, ég var að tala við tilvonandi fyrrverandi eiganda tilvonandi fyrrverandi tilvonandi íbúðar okkar. Við ákváðum að hittast seinni partinn á morgun og þá lætur hann okkur fá lyklana og við látum hann fá hálfa milljón í beinhörðum peningum. Góð býtti það. Hann er greinilega búinn að fá nóg af þeim framkvæmdum sem hann hefur staðið í undanfarið til að koma íbúðinni í það stand sem var samið um því hann bað um að fá að sleppa að mála eldhúsið og fúga. Gott mál því við hefðum hvort sem er þurft að gera hvorttveggja eftir að við skiptum um alla skápana þar. En anyways, ég ætla að reyna að muna að taka myndavél með mér á morgun þegar við tökum við, svo ég geti gert augnablikið ódauðlegt. Svo birti ég örugglega einhverjar myndir hér alveg á næstu dögum.
Till then...
over
and
out
Till then...
over
and
out
Ummæli