07 febrúar 2005

Jeg hader mandage!

Ef það er eitthvað verra en venjulegur mánudagur þá var það dagurinn í dag. Fyrst svaf ég yfir mig, svo þurfti ég að láta Rósu keyra mig í skólann (ALDREI láta hana keyra ykkur NEITT) -- og svo fór restin af skóladeginum í það að krakkar öskruðu á mig að það væri mér að kenna að þeim gengi illa í dönskuprófi vegna þess að þau höfðu ekki lært það sem átti að læra undir prófið og ekki hirt um að lesa heimavinnuáætlanir og próftöflur.

Engin ummæli: