09 febrúar 2005

We're all going on a winter holiday

Nei reyndar er það ekki rétt, þið dauðlegu sálir, því ég og bara ég er kominn í vetrarfrí. Ein besta uppfinning síðari alda, að setja mig í djobb þar sem maður þarf bókstaflega ekki neitt að vinna (nema á þeim dögum sem ég pósta leiðindaraus um það hvað það sé erfitt að vinna við að vera ég) --- maður er alltaf í fríi. Jólafrí vetrarfrí, sumarfrí, páskafrí, verkfall, starfsdagur kennara... the list goes on.

Semsagt: það rennur næst af mér á sunnudagskvöldið. Bring it on!

Með öðrum orðum... nennir einhver að djamma í kvöld? Hvað með það þó það sé miðvikudagur? Kommon! Einhver? Halló? Halllllóóóó?????

Life's a bitch.


1 ummæli:

Haukur sagði...

Bahahaha, Bjossi ordinn donskukennari! Thú stendur thig án efa vel í thví vafasama starfi.
kv.
Grettir eldri