Vor í lofti
og samt er ég ennþá frekar sloj. Búinn að vera lasinn síðan á þriðjudag, missti tvo daga úr vinnu og var að DREPAST úr leiðindum heima. Samt var hvorki Rósa né mamma hans Fiffa á svæðinu. En í morgun drattaðist ég framúr, eins og upphitað ýsuflak frá í fyrradag, skellti mér í smá bað og leið skár. Þannig að ég ákvað að mæta í skólann. Góð hugmynd, nema ég er að kafna úr hita og krepera því ég sit við glugga þar sem ég horfi yfir spegilsléttan sjóinn yfir til Reykjavíkur, sólin glampar á Perlunni (þar sem flest skrímslin eru í dag á Orkuþingi, og ég hér nánast einn með 10. bekk í afslöppun -- sit hér og blogga meðan þau elda handa mér hádegismat) og allavega 75° af heiðum himni. Og það var orðið þó nokkuð bjart í strætó í morgun. Ekki nóg til að geta lesið moggann, en það styttist í það. Og þá fer þessi vinna að verða talsvert bærilegri.
Nú eru 4 dagar í afhendingu á Mánagötunni, við getum ekki beðið. Ég ætla að reyna að vera gegt duglegur heima um helgina og ekki djamma allt of mikið, svo ætlum við bara að kíkja þangað á þriðjudagskvöldið, með bjór, og bara sitja og chilla í nýju íbúðinni, galtómri, og njóta þess að hafa náð þessum áfanga. Ég veit það er soldið væmið, en hey, fokk jú bara.
Í gær fékk ég símtal frá riddaranum sjónumhrygga, Fif.fa og hinum vitgranna aðstoðarmanni hans, Ígori. Við þrír ákváðum að skella okkur saman á Edda Ísharða. Læt vita hér hvernig það heppnast. Vona að mér verði ekki slátrað eins og síðast þegar ég fór á stand up og fór að heckla alveg brjálað. Fyrir þá sem ekki vita er heckling að kalla fram í og vera með vesen við uppistandara. Vanir menn geta tekið á því og það getur orðið mjög skemmtilegt, nema þegar ég var að sjá einhvern lúða í Kaffileikhúsinu þá var hann ekki alveg maður í að battla mig og það endaði með að ég fékk meiri hlátur en hann. Enda var ég kurteislega beðinn að hætta þessu í hléinu, og ákvað þá að yfirgefa pleisið. Skemmtanahaldarar töluðu ekki við mig í meira en ár.
Læt þetta nægja
Nú eru 4 dagar í afhendingu á Mánagötunni, við getum ekki beðið. Ég ætla að reyna að vera gegt duglegur heima um helgina og ekki djamma allt of mikið, svo ætlum við bara að kíkja þangað á þriðjudagskvöldið, með bjór, og bara sitja og chilla í nýju íbúðinni, galtómri, og njóta þess að hafa náð þessum áfanga. Ég veit það er soldið væmið, en hey, fokk jú bara.
Í gær fékk ég símtal frá riddaranum sjónumhrygga, Fif.fa og hinum vitgranna aðstoðarmanni hans, Ígori. Við þrír ákváðum að skella okkur saman á Edda Ísharða. Læt vita hér hvernig það heppnast. Vona að mér verði ekki slátrað eins og síðast þegar ég fór á stand up og fór að heckla alveg brjálað. Fyrir þá sem ekki vita er heckling að kalla fram í og vera með vesen við uppistandara. Vanir menn geta tekið á því og það getur orðið mjög skemmtilegt, nema þegar ég var að sjá einhvern lúða í Kaffileikhúsinu þá var hann ekki alveg maður í að battla mig og það endaði með að ég fékk meiri hlátur en hann. Enda var ég kurteislega beðinn að hætta þessu í hléinu, og ákvað þá að yfirgefa pleisið. Skemmtanahaldarar töluðu ekki við mig í meira en ár.
Læt þetta nægja
Ummæli