Er þoka í dag eða er það bara ég?

Ég var að sniffa leysiefni alla helgina (ókei ekki alla helgina, ég viðurkenni það) en það er ekkert smá ógeðsleg lykt af þessu drasli. Það er semsagt komin eldhúsinnrétting inn á gólf til okkar á Þrastargötunni, og við fáum ekki afhent á Mánagötu fyrr en eftir 8 daga... maður verður að nota tímann, svoleiðis að það var verið að skrapa og skafa eins og moððerfökkerar.

Sem endaði með þvílíkum hausverk að ég hef sjaldan eða aldrei vitað annað eins. Þannig að ég var að spá í það í morgun hvort þessi þoka væri ekta eða bara leifar af vímunni.

Hei, og Chelsea tapaði um helgina, jibbí.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu