Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2008

Gamalt og gott

Er Mánagatan að seljast? 4. kafli

E-mail frá fasteignasalanum í morgun: mig vantar yfirlýsingu húsfélags svo við getum farið í að útbúa kaupsamning. Watch this space!

Rok á Seltjarnarnesi

Litla svínið úti í vagninum að leggja sig. Hífandi rok. Svo heyrum við skruðningar í hlerunartækinu og hugsum að barnið sé að rumska. Labba út að dyrum, opna og lít út til hægri. Enginn barnavagn. Lít til vinstri og þar er vagninn úti á túni, kominn langleiðina að næsta húsi. Litla svínið steinsvaf - sefur reyndar ennþá. En ég er búinn að setja vagninn í bremsu.

Kreppumerki

Erfðagripurinn Kitchen Aid var að hrekkja mig í sumar. Rósa var með saumaklúbb og stóð yfir henni með barnið í fanginu en fékk hana ekki í gang. Bað mig að prófa. Ég greip um hrærivélina með báðum höndum og fékk 220 volt. Draslið fór inn í skáp og hefur verið þar síðan. En nú fara jólin í hönd og bakstur er framundan, svo ég hafði uppá verkstæði sem gerir við Kitchen Aid vélar og fór þangað í dag. Kona var þar fyrir með sína Kitchen Aid og meðan verið var að afgreiða hana leit ég yfir afgreiðsluborðið. Þrettán Kitchen Aid vélar stóðu uppi á hillu. Maðurinn sagði við konuna að hún mætti hringja um miðja næstu viku og spyrja um líðan sjúklingsins. "Jólin eru greinilega að koma!" sagði ég svo glaðbeittur þegar röðin var komin að mér, "Allir að láta gera við hrærivélarnar fyrir jólabaksturinn?" -"Hef aldrei vitað annað eins," sagði vélvirkinn, "vélarnar sem hafa komið inn síðustu vikur eru á við margra ára traffík. Þetta lið hefur bersýnilega ekki efni á ...

Sæll!

Rúnar Trausti

Mynd
Þessar konur eiga ýmislegt sameiginlegt. Óformleg könnun á Google og ja.is leiddi í ljós að enginn Íslendingur virðist bera nafnið sem tengir þessar fjórar og eflaust nokkrar fleiri.

Engin æfing á Grand Rokk í kvöld!

Jeijj! Við þurfum öll á smá pásu að halda. Æfingin í gær endaði í stympingum. Ó-ó-ógæfufólk, ó-ó-ógæfufólk, ó-ó-ógæfufólk Ógæfufólk á Grand Rokk

Er Mánagatan að seljast? - 3. kafli

Kauptilboð samþykkt. Bíðum eftir greiðslumati kaupandans, ætti að koma í gegn í næstu viku. Watch this space!

Er Mánagatan að seljast - 2. kafli

Fasteignasali hringdi í gær. Sagðist vera með undirritað kauptilboð. Kemur við hjá okkur nú í morgunsárið. Watch this space!

Tíu litlir framsóknarmenn

Tíu litlir framsóknarmenn Sátu í svínastíu Einn henti öðrum í drulluna Og þá voru eftir níu Níu litlir framsóknarmenn Voru á fundi að þrátta Einn fór yfirum í málþófi Og þá voru eftir átta Átta litlir framsóknarmenn Girntust dýr sem segir mö Einn var dæmdur fyrir dýraklám Og þá voru eftir sjö Sjö litlir framsókmarmenn Stóðu fyrir utan Rex Einn lenti í rifrildi við dyravörðinn Og þá voru eftir sex Sex litlir framsókmarmenn Sungu "let's all blame him!" Einn þeirra stakk annan í bakið Og þá voru eftir fimm Fimm litlir framsóknarmenn Þóttust vera stórir Einn fékk fá atkvæði á aðalfundi Og þá voru eftir fjórir Fjórir litlir framsóknarmenn En einn þeirra var hýr Já, einn þeirra var hýr Og þá voru eftir þrír Þrír litlir framsóknarmenn Reyndu að hringja í Geir Einn þeirra náði sambandi Og þá voru eftir tveir Tveir litlir framsóknarmenn Einn skakkur, hinn beinn Gátu ekki orðið sammála Og þá var eftir einn Einn lítill framsóknarmaður Alveg úr sér genginn Fór út í skúr og hengdi sig...

Er Mánagatan að seljast?

Hún fór á sölu í janúar, þegar allt lék í lyndi á fasteignamarkaðnum. Einn fasteignasali talaði um yfirvofandi hrun markaðarins sem "tímabundna lægð, kannski tvær þrjár vikur" en ég hló. Við gáfum okkur frest til loka september til að selja hana og ljúka þar með kaupum á Miðbrautinni. Í september þurftum við að fara aðra leið til að fjármagna þau kaup og settum Mánagötuna á leigu. Í síðustu viku hringdi í mig maður frá Remax. Þar eru menn ekki á launum heldur commission only og hafa fækkað starfsfólki um helming á þessu ári. 16 söluskrifstofur eru orðnar sex. Fasteignasalinn sem er búinn að hafa okkur á skrá síðan í janúar fór í fýlu. "Eftir alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta fyrir ykkur!" - sem hefur nota bene ekki skilað einu einasta tilboði. Gæinn frá Remax er búinn að hringja tvisvar í morgun, er að ganga frá tilboði. Watch this space!

Verum öll alveg pollróleg

Mynd

One fine day...

... 96 scousers turned up at the Pearly Gates and said they'd just died in a terrible accident and wanted to get into Heaven. St. Peter wasn't used to admitting scousers so he told them to wait while he consulted with God. God told him that the 10 most virtuous could enter the kingdom of Heaven but that the rest would be damned. St. Peter went back to the Gates to tell the scousers but promptly returned before God and exclaimed: "They're gone!" "What, the scousers?" God asked. "No, the Pearly Gates!" said St. Peter.

Kreppa á Íslandi

Fór í ríkið í gær, sem oftar. Á Eiðistorgi. Það var biðröð frá dyrum útað Hagkaup. Hleypt inn í hollum. Eins og á gamlársdag. Allir vissu að það var stýrivaxtahækkun í vikunni og yfirdrátturinn var að fara að éta launin. Hamstra meðan hægt er.

Stelpurnar okkar part II

Heyrt í tjaldinu á Grand Rokk: "Já, en vallaraðstæður voru náttúrulega afleitar. Og þessi leikur hefði aldrei farið fram ef að þetta hefði verið karlalandsliðið." - "Útaf vallaraðstæðunum?" "Nei. Útaf því að karlalandsliðið mun aldrei komast í umspil um sæti á stórmóti."

Þunnur

Langalangafi minn, Henrik Svendsen, vaknaði þunnur einn daginn sem oftar og lét falla þessi fleygu orð: "Jeg skal aldrig mere drikke brændevin..." "...om formiddagen..." "...tror jeg."