Rok á Seltjarnarnesi

Litla svínið úti í vagninum að leggja sig. Hífandi rok. Svo heyrum við skruðningar í hlerunartækinu og hugsum að barnið sé að rumska.

Labba út að dyrum, opna og lít út til hægri.

Enginn barnavagn.

Lít til vinstri og þar er vagninn úti á túni, kominn langleiðina að næsta húsi.

Litla svínið steinsvaf - sefur reyndar ennþá. En ég er búinn að setja vagninn í bremsu.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu