Kreppumerki

Erfðagripurinn Kitchen Aid var að hrekkja mig í sumar. Rósa var með saumaklúbb og stóð yfir henni með barnið í fanginu en fékk hana ekki í gang. Bað mig að prófa. Ég greip um hrærivélina með báðum höndum og fékk 220 volt.

Draslið fór inn í skáp og hefur verið þar síðan. En nú fara jólin í hönd og bakstur er framundan, svo ég hafði uppá verkstæði sem gerir við Kitchen Aid vélar og fór þangað í dag.

Kona var þar fyrir með sína Kitchen Aid og meðan verið var að afgreiða hana leit ég yfir afgreiðsluborðið. Þrettán Kitchen Aid vélar stóðu uppi á hillu. Maðurinn sagði við konuna að hún mætti hringja um miðja næstu viku og spyrja um líðan sjúklingsins.

"Jólin eru greinilega að koma!" sagði ég svo glaðbeittur þegar röðin var komin að mér, "Allir að láta gera við hrærivélarnar fyrir jólabaksturinn?"

-"Hef aldrei vitað annað eins," sagði vélvirkinn, "vélarnar sem hafa komið inn síðustu vikur eru á við margra ára traffík. Þetta lið hefur bersýnilega ekki efni á að kaupa tilbúið rándýrt deig frá Jóa Fel fyrir þessi Jólin!"

Ummæli

Verður þá ekki hægt að nota gripinn í skinkuhornin??

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu