Ekki í dag, því dagurinn í dag hefur verið hreint út sagt frábær - er enn í vinnunni og þetta er einn af þeim dögum þegar það er virkilega gaman að vinna þar sem ég vinn. Nóg um það, ég ákvað að blogga soldið í nöldurtóni og verð því að hætta þessari helvítis jákvæðni. Í gær var semsagt rokið í vinnuna, síðan heim, þaðan í VÍS að sækja barnabílstól, þaðan út á Nes að hitta parketkall sem átti að gera tilboð í að pússa parketin okkar, síðan heim því það var komin hjúkka í heimsókn að skoða Gullu, síðan í Húsasmiðjuna því mig vantaði gólflista í nýju íbúðina, síðan heim að sækja Rósu og Gullu, síðan til mömmu með Gullu í pössun meðan við Rósa fórum að versla. Við fórum fyrst í Heimilistæki því okkur vantar þurrkara en þurrkarinn sem þar hafði verið til sölu og okkur langaði í var uppseldur, þá fórum við í BabySam og keyptum barnavagn, stóðum svo eins og tékkneskir leirkallar úti á bílaplani og reyndum að finna út úr því hvernig vagninn átti að leggjast saman til að hann kæmist í skottið ...