Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2008

Timbraður í dag

Mynd

Gaman í vinnunni

Mynd
Ég var víst eitthvað að tala um það um daginn að það hefði verið sérstaklega góður og gefandi dagur í vinnunni á föstudaginn var. Svona var hann...

Hektískur dagur

Ekki í dag, því dagurinn í dag hefur verið hreint út sagt frábær - er enn í vinnunni og þetta er einn af þeim dögum þegar það er virkilega gaman að vinna þar sem ég vinn. Nóg um það, ég ákvað að blogga soldið í nöldurtóni og verð því að hætta þessari helvítis jákvæðni. Í gær var semsagt rokið í vinnuna, síðan heim, þaðan í VÍS að sækja barnabílstól, þaðan út á Nes að hitta parketkall sem átti að gera tilboð í að pússa parketin okkar, síðan heim því það var komin hjúkka í heimsókn að skoða Gullu, síðan í Húsasmiðjuna því mig vantaði gólflista í nýju íbúðina, síðan heim að sækja Rósu og Gullu, síðan til mömmu með Gullu í pössun meðan við Rósa fórum að versla. Við fórum fyrst í Heimilistæki því okkur vantar þurrkara en þurrkarinn sem þar hafði verið til sölu og okkur langaði í var uppseldur, þá fórum við í BabySam og keyptum barnavagn, stóðum svo eins og tékkneskir leirkallar úti á bílaplani og reyndum að finna út úr því hvernig vagninn átti að leggjast saman til að hann kæmist í skottið ...

Hvenær á að flytja?

Mynd
Það er ekki laust við það að maður sé orðinn svartsýnn og farið að fallast hendur. Mig minnir að fyrsta plan hafi verið að við myndum flytja inn helgina eftir sumardaginn fyrsta. Það eru þrjár vikur síðan og enn er ekki mannvistarlegt í kofanum á Miðbraut. Við héldum í alvöru að nýliðin helgi væri raunhæfur möguleiki. Svo kom á daginn að það gerðist ekki og maður fór ósjálfrátt að hugsa um komandi helgi. Framkvæmdahraðinn hefur hins vegar verið í lágmarki undanfarið og þegar loksins kemur að því að málningarframkvæmdum lýkur (sem gæti orðið á sunnudagskvöld en ég hef svosem haldið það undanfarin sunnudagskvöld) þá er enn ógert svo ógeðslega mikið í fíníseringum. En sem betur fer er fasteignamarkaðurinn steindauður og Mánagatan selst ekki frekar en kaldar lummur. Þannig að við verðum bara þar....

Alltaf jafn frægur

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4399754 Mosinn kemur við sögu, einhverjar 7-8 mínútur inní þáttinn um Þorstein J.

Góður dagur

Mynd
Pjakkur er kominn heim. Lyktaði af sígarettum og Campari. Grunsamlegt. En hitt: Ég á ekki að þurfa að útskýra þetta nánar.

Gat ekki stillt mig að henda þessu inn

Mynd

Dagur frá helvíti

Mynd
Nú er stutt síðan við þurftum að yfirgefa Mánagötuna svo fasteignasalinn gæti haldið opið hús. Það kom einn áhugasamur kaupandi og sú kom aftur í fyrradag með her manns - fagmenn sem eru sérfræðingar í að finna galla á fasteignum. Ég get ekki mikið kvartað yfir því, við notuðum einn slíkan þegar við vorum að skoða eignir úti á Nesi. Nema hvað, sérfræðingur nokkur hafði miklar áhyggjur af ástandi klóaklagna hjá okkur. Hefur sennilega lesið Mýrina eftir Arnald. Fólkið lét í það skína að heimsókn lokinni að ef við gætum sýnt fram á að lagnirnar væru í lagi gætum við átt von á tilboði frá þeim. Þannig að ég tók upp símann og pantaði klósettkafara. Sem kom í gær, kvað upp þann úrskurð að rörin væru í einu orði sagt ónýt og labbaði svo út með 27 þúsund krónur í vasanum. Kemur sér að maður er prókúruhafi hússjóðs. Læt hann allavega borga þennan 27 þúsundkall. Það sem verður öllu dýrara verður að laga þessi skítarör. Það þarf samþykki allra í húsinu og það lítur út fyrir að kostnaður verði eit...

Guðlaug Helga, gjörið svo vel...

Mynd
Hún heitir í höfuðið á ömmu sinni heitinni (Guðlaugu, mömmu Rósu), afa sínum heitnum (pabba mínum, honum Gulla Helga), afasystur sinni (Helgu frænku, systur pabba heitins) og langömmu sinni (móðurömmu minni, Helgu á Akureyri). Og eflaust líka eftir fleiri Guðlaugum aftur í móðurætt sinni.

Langur dagur

Aðfaranótt 30. apríl kl. 2:00 - Bjössi, vaknaðu, það er að leka ógeðslega mikið legvatn! - Iss, það er ekki neitt, farðu aftur að sofa. - Ég get það ekki, það er allt á floti! kl. 2:30 - ...þar sem legvatnið er svolítið litað og höfuðið ekki orðið skorðað verðum við að örva sóttina, sem sagt að setja þig af stað. kl. 3:00 Útvíkkun: 2sm. - Nú setjum við þig á dripp, það er lyf í æð sem kemur hríðunum af stað. Setjum þig fyrst á lægsta skammt, 30ml. kl. 4:00 Enn lekur legvatnið. Óreglulegir vægir samdrættir. kl. 8:00 Skammtur á drippi aukinn í 60ml. - Nú eru að koma vaktaskipti, ég óska ykkur góðs gengis. - Ætli við hittumst ekki aftur á miðnætti þegar þú kemur aftur. - Nei, það gerum við ekki. Gangi ykkur vel. kl. 11:00 Verkir byrja að fylgja samdráttunum. Skammtur á drippi aukinn í 90ml. 12:15 Útvíkkun: rúmlega 2sm. Skammtur á drippi aukinn í hámark - 110ml. 15:15 Útvíkkun: 3sm. Hríðir orðnar nokkuð harðar. - Nú eru að koma vaktaskipti, ég óska ykkur góðs gengis. - Við náum að kynnast ...