Langur dagur

Aðfaranótt 30. apríl kl. 2:00
- Bjössi, vaknaðu, það er að leka ógeðslega mikið legvatn!
- Iss, það er ekki neitt, farðu aftur að sofa.
- Ég get það ekki, það er allt á floti!

kl. 2:30
- ...þar sem legvatnið er svolítið litað og höfuðið ekki orðið skorðað verðum við að örva sóttina, sem sagt að setja þig af stað.

kl. 3:00
Útvíkkun: 2sm.
- Nú setjum við þig á dripp, það er lyf í æð sem kemur hríðunum af stað. Setjum þig fyrst á lægsta skammt, 30ml.

kl. 4:00
Enn lekur legvatnið. Óreglulegir vægir samdrættir.

kl. 8:00
Skammtur á drippi aukinn í 60ml.
- Nú eru að koma vaktaskipti, ég óska ykkur góðs gengis.
- Ætli við hittumst ekki aftur á miðnætti þegar þú kemur aftur.
- Nei, það gerum við ekki. Gangi ykkur vel.

kl. 11:00
Verkir byrja að fylgja samdráttunum. Skammtur á drippi aukinn í 90ml.

12:15
Útvíkkun: rúmlega 2sm. Skammtur á drippi aukinn í hámark - 110ml.

15:15
Útvíkkun: 3sm. Hríðir orðnar nokkuð harðar.
- Nú eru að koma vaktaskipti, ég óska ykkur góðs gengis.
- Við náum að kynnast öllum ljósmæðrunum hérna!
- Nei, við erum svo margar. Og þið klárið þetta á kvöldvaktinni, ég er viss um það. Gangi ykkur vel!

17:15
Útvíkkun: 4sm. Hríðir mjög sársaukafullar.

17:45
Sæl. Sigrún heiti ég og er læknir hér á vakt þangað til klukkan sex. Ég ætla að fá að skoða þig svo ég geti sagt henni Hildi sem tekur við af mér hver staðan er svo hún geti metið hvað eigi að gera.
Útvíkkun: 4sm.

18:15
Sæl. Hildur heiti ég og er læknir á kvöldvaktinni. Ég ætla að fá að skoða þig og meta hvort við þurfum að skera. Útvíkkun: 4,5sm.

18:30
Hríðir orðnar óbærilegar. Rætt um deyfingu en ákveðið að best sé að bíða þar sem mænudeyfing geti hægt á sóttinni. Hláturgas prófað og afþakkað. Skammtur á drippi lækkaður í 70ml þar sem hríðaverkir neita að hætta.

18:45
Skammtur á drippi lækkaður í 50ml. Allar líkur benda til þess að barnið verði tekið með keisaraskurði.

19:30
Útvíkkun: 7,5sm. Nú er allt að gerast. Skammtur á drippi aukinn í 70ml og mænudeyfing pöntuð.

20:00
Skammtur á drippi aukinn í 90ml.

20:30
Mænudeyfingu komið fyrir. Verðandi foreldrum tekst að sofna í hálftíma.

21:30
Útvíkkun: 8sm og sveppur (höfuð barnsins tekið að teygjast til í leghálsopinu) - ákveðið að nú sé fullreynt og kominn tími á keisara.

22:30
Deyfingin aukin.

22:52
- Jæja, til hamingju.
- Er þetta strákur?
- Nei.

23:45
- Nei, komdu sæl og blessuð!
- Hva!? eruð þið ennþá hér?
- Já, við sögðum að við myndum hitta þig aftur í nótt.
- En gaman. Þið verðið hér hjá mér í 2-3 klst. meðan deyfingin fer úr. Nei, sko! Þú getur hreyft fæturna. Þú hefur þá ekki verið mikið deyfð!
- Nei, ég fann alveg fyrir þessu, sko.

1:30
Verðandi foreldrum tekst að sofna í hálftíma.

2:30
Heimsókn á vökudeild. Ótrúleg upplifun. Fáum að sjá Gullu litlu aftur eftir hádegi á morgun.

3:30
Kveðjustund. Mamma á sængurkvennadeild að hvíla sig. Pabbi heim að sofa.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2021

Jólabjórrýni Feitabjarnar 2022

Feitibjörn tekur pásu