13 maí 2008

Hvenær á að flytja?


Það er ekki laust við það að maður sé orðinn svartsýnn og farið að fallast hendur. Mig minnir að fyrsta plan hafi verið að við myndum flytja inn helgina eftir sumardaginn fyrsta. Það eru þrjár vikur síðan og enn er ekki mannvistarlegt í kofanum á Miðbraut.
Við héldum í alvöru að nýliðin helgi væri raunhæfur möguleiki. Svo kom á daginn að það gerðist ekki og maður fór ósjálfrátt að hugsa um komandi helgi. Framkvæmdahraðinn hefur hins vegar verið í lágmarki undanfarið og þegar loksins kemur að því að málningarframkvæmdum lýkur (sem gæti orðið á sunnudagskvöld en ég hef svosem haldið það undanfarin sunnudagskvöld) þá er enn ógert svo ógeðslega mikið í fíníseringum.
En sem betur fer er fasteignamarkaðurinn steindauður og Mánagatan selst ekki frekar en kaldar lummur. Þannig að við verðum bara þar....

1 ummæli:

Hildur Gísladóttir sagði...

Var dálítið að spegúlera í því hvernig Limahl ætlaði að hjálpa ykkur með flutningsmálin áður en ég rak augun í nafnið á plötunni...Neeeverending stooooryyyy úúúúúúúúúúúúú Ódauðlegt!