Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2005

Áramótablogg

Jamm og jú. Þá er 2005 að klárast og nýtt ár bíður með örsmáu letri á sjónvarpsskjám landsmanna. Byrjar að stækka rétt fyrir miðnætti annað kvöld, meðan allir syngja nú árið er liðið í eldgamalt skaut... Hvernig var svo þetta ár? Í janúar keyptum við Rósa okkar fyrstu íbúð, þar sem ég sit núna. Ekki laust við að maður héldi að örlögin væru með puttana í spilunum því við höfðum komið okkur saman um akkúrat þetta hús mörgum mánuðum áður. En eins og allir vita er íbúðin afar hugguleg og okkur hefur liðið vel hérna. Þannig að janúar var ágætis mánuður. Samt var ég veikur stóran hluta hans. Febrúar fór einnig mikið til í veikindi, ég man að ég var meira og minna heyrnarlaus. Og í vímu af því að sniffa leysiefni -- á því tímabili sem við héldum að við myndum nota gömlu eldhúsinnréttinguna hans Mike í nýju íbúðina. Ekkert svo spes mánuður. Jú nema Manjú unnu Arsenal 2-4 og ég var eitt bros á Ölveri. Á þriðjudegi. Öss! Mars kom og við fengum afhent. Bjuggum samt enn á Þrastargötunni en vorum h...

Jólin jólin allstaðar...

Mitt í allri streitunni, álaginu og geðvonskuköstunum sem standa fyrir jólastemmningu í minni fjölskyldu munaði litlu að ég yrði sjálfum mér að bana. Eða það fannst mér, ég þurfti einn að rogast með tvo (2!) örbylgjuofna upp á háaloft hjá mömmu. Hún býr á 4. hæð í blokk þannig að þetta voru fimm hæðir sem ég kleif klyfjaður heimilistækjum. Milli 2. og 3. hæðar gat ég ekki lengur haldið á þeim báðum og ferjaði þá upp í áföngum það sem eftir var. Svo þurfti ég aðeins að setjast niður því það var líkt og Sigtryggur Baldursson væri að taka sóló á hljóðhimnurnar mínar. (Hefði hljómað betur á dönsku: paa mine trommehinder...) Svo þegar ég hafði jafnað mig fékk ég mér eina Heineken og rölti af stað heim. Gekk yfir Miklatún og allt í einu varð ég var við nokkuð sem er mjög sjaldgæft í Reykjavík í desember. Kyrrð. Og ró. Snjórinn lá yfir öllu, ekki sála á ferli, stjörnubjartur himinn. Mig langaði að setjast á bekk og njóta augnabliksins lengur, en það var snjór á bekknum og ég hélt áfram í mikl...

Hvers vegna...

...eru allir hættir að kommenta hérna?

Venjuleg bloggfærsla til tilbreytingar

Já ég veit að ég hef verið allt of slappur hér á síðunni undanfarið... alltaf að reyna að vera svo listrænn, smart, gáfulegur, fyndinn, sniðugur... svona eins og þið vitið að ég er dags daglega. En ég er loksins kominn í jólafrí, og eflaust sumir sem öfunda mig af því, þannig að ég get bætt því við að heilsuleysi hrjáir mig. Ég er enn og aftur kominn með sýkingu í öndunarfærin og orðinn mjög þreyttur á þessu öllu. Kannski maður leggist bara inn á spítala og verði þar um jólin. Allavega góð leið til að sleppa við helvítis fjölskylduna. Meira hvað maður getur verið óheppinn með fjölskyldumeðlimi. Segi nú bara ekki annað. Sem minnir mig á eitt: ef einhver lendir nokkurn tímann í að vera gagnrýndur af foreldrum sínum, þá er ég með pottþétt comeback sem er garanterað að gera þau gömlu kjaftstopp: Já, það er alveg með ólíkindum hvað ég er misheppnuð manneskja, með þessi gen og þetta uppeldi! Skora á ykkur að nota þetta. Annars var ég að klára enn eitt tímamótalistaverkið. Það er ekki oft þes...

Installation

Greip mig hugmynd að myndverki áðan meðan ég pissaði á Dubliner. Maður þyrfti að setja efni út í bjórinn á þeim ágæta bar, eitthvað sem hægt væri að nema með einhverju tæki. Kannski geislavirkt efni, og nota Geigerteljara, eða svokallað skuggaefni sem er notað í læknavísindunum. Svo þyrfti að setja nema upp um allt hús, við barinn, nálægt dælunum, í kjallaranum þar sem kútarnir eru, og líka við dansgólfið uppi, og inni á klósettinu. Engar áhyggjur, það á ekki að fara að ljósmynda fólk meðan það mígur, heldur að vera með sensora sem nema aðeins skuggaefnið. Og geta því sýnt alla hreyfingu bjórsins á Dubliner, frá kútinum í kjallaranum, upp pípurnar í dæluna við barinn þar sem hann safnast saman í glas (sem sést ekki frekar en annað innanhúss, nema skuggaefnið), svo sér maður glasið hreyfast frá barnum, lenda á borði og sullast smám saman niður í (ósýnilegt) kokið á manni, sopa eftir sopa. Ath: myndin er samsett úr inputti úr öllum sensorum, þannig að öll hreyfing á öllum bjór inni á st...

Hin hinstu jól

Á sunnudaginn verður úrslitaþáttur Popppunkts, milli Millanna og Geirfuglanna. Felix tilkynnir með alvöruþrunga að þetta sé "síðasti popppunktur sögunnar", svo er Silvía Nótt að kveðja á fimmtudaginn, strax á eftir uppgjöri íslenska batsjelorsins. Á mánudaginn er tvöfaldur lokaþáttur í Survivor... Það er alveg á hreinu að heimurinn er að renna sitt skeið á enda. Þetta verða hin hinstu jól.
Mynd
Mynd
Maður spyr sig...

Sálfræðiúttekt

Þeir sem fylgjast með enska boltanum ættu að kíkja hérna og svo hérna

Leyndarmál frægðarinnar

Hef verið að horfa á allsvakalega lélegan raunveruleikaþátt sem heitir Rock Star - INXS. Söngvarar á þrítugs- og fertugsaldri keppast um að verða næsti söngvari í þessu bandi sem þótti töff í kringum 1987. Hrikalegt að sjá þá núna. Góð auglýsing fyrir óæskilegar aukaverkanir kókaíns. (It turns you into a prick.) Allir eitthvað að reyna að vera töff, með alpahúfur, sólgleraugu, hökutoppa. Nema einn, sem er eins og bangsi, feitur og loðinn, með mikið alskegg. Ef maður hitti hann í dimmu húsasundi væri eins gott að vera með hunang á sér. Samt skrítið að nokkur skuli vilja vera söngvarinn í INXS. Þessir gaurar eru svo leiðinlegir að upphaflegi söngvarinn drap sig. Hann hefur að vísu greinilega verið með fetish fyrir leiðinlegu fólki þar sem hann stal hinni "gullfallegu" Paulu Yates frá Bob greyinu Geldof. Paula hefur hugsað "hvað er ég að spá að vera með manni sem lítur út eins og djönkí, þegar ég get verið með manni sem... er djönkí!?" Hann hafði líka viljastyrk. Það e...