Áramótablogg
Jamm og jú. Þá er 2005 að klárast og nýtt ár bíður með örsmáu letri á sjónvarpsskjám landsmanna. Byrjar að stækka rétt fyrir miðnætti annað kvöld, meðan allir syngja nú árið er liðið í eldgamalt skaut... Hvernig var svo þetta ár? Í janúar keyptum við Rósa okkar fyrstu íbúð, þar sem ég sit núna. Ekki laust við að maður héldi að örlögin væru með puttana í spilunum því við höfðum komið okkur saman um akkúrat þetta hús mörgum mánuðum áður. En eins og allir vita er íbúðin afar hugguleg og okkur hefur liðið vel hérna. Þannig að janúar var ágætis mánuður. Samt var ég veikur stóran hluta hans. Febrúar fór einnig mikið til í veikindi, ég man að ég var meira og minna heyrnarlaus. Og í vímu af því að sniffa leysiefni -- á því tímabili sem við héldum að við myndum nota gömlu eldhúsinnréttinguna hans Mike í nýju íbúðina. Ekkert svo spes mánuður. Jú nema Manjú unnu Arsenal 2-4 og ég var eitt bros á Ölveri. Á þriðjudegi. Öss! Mars kom og við fengum afhent. Bjuggum samt enn á Þrastargötunni en vorum h...