Jólin jólin allstaðar...
Mitt í allri streitunni, álaginu og geðvonskuköstunum sem standa fyrir jólastemmningu í minni fjölskyldu munaði litlu að ég yrði sjálfum mér að bana. Eða það fannst mér, ég þurfti einn að rogast með tvo (2!) örbylgjuofna upp á háaloft hjá mömmu. Hún býr á 4. hæð í blokk þannig að þetta voru fimm hæðir sem ég kleif klyfjaður heimilistækjum. Milli 2. og 3. hæðar gat ég ekki lengur haldið á þeim báðum og ferjaði þá upp í áföngum það sem eftir var. Svo þurfti ég aðeins að setjast niður því það var líkt og Sigtryggur Baldursson væri að taka sóló á hljóðhimnurnar mínar. (Hefði hljómað betur á dönsku: paa mine trommehinder...)
Svo þegar ég hafði jafnað mig fékk ég mér eina Heineken og rölti af stað heim. Gekk yfir Miklatún og allt í einu varð ég var við nokkuð sem er mjög sjaldgæft í Reykjavík í desember.
Kyrrð.
Og ró. Snjórinn lá yfir öllu, ekki sála á ferli, stjörnubjartur himinn. Mig langaði að setjast á bekk og njóta augnabliksins lengur, en það var snjór á bekknum og ég hélt áfram í miklum rólegheitum.
Aftur inn í stressið...
Svo þegar ég hafði jafnað mig fékk ég mér eina Heineken og rölti af stað heim. Gekk yfir Miklatún og allt í einu varð ég var við nokkuð sem er mjög sjaldgæft í Reykjavík í desember.
Kyrrð.
Og ró. Snjórinn lá yfir öllu, ekki sála á ferli, stjörnubjartur himinn. Mig langaði að setjast á bekk og njóta augnabliksins lengur, en það var snjór á bekknum og ég hélt áfram í miklum rólegheitum.
Aftur inn í stressið...
Ummæli