Venjuleg bloggfærsla til tilbreytingar
Já ég veit að ég hef verið allt of slappur hér á síðunni undanfarið... alltaf að reyna að vera svo listrænn, smart, gáfulegur, fyndinn, sniðugur... svona eins og þið vitið að ég er dags daglega.
En ég er loksins kominn í jólafrí, og eflaust sumir sem öfunda mig af því, þannig að ég get bætt því við að heilsuleysi hrjáir mig. Ég er enn og aftur kominn með sýkingu í öndunarfærin og orðinn mjög þreyttur á þessu öllu. Kannski maður leggist bara inn á spítala og verði þar um jólin. Allavega góð leið til að sleppa við helvítis fjölskylduna. Meira hvað maður getur verið óheppinn með fjölskyldumeðlimi. Segi nú bara ekki annað.
Sem minnir mig á eitt: ef einhver lendir nokkurn tímann í að vera gagnrýndur af foreldrum sínum, þá er ég með pottþétt comeback sem er garanterað að gera þau gömlu kjaftstopp:
Já, það er alveg með ólíkindum hvað ég er misheppnuð manneskja, með þessi gen og þetta uppeldi!
Skora á ykkur að nota þetta.
Annars var ég að klára enn eitt tímamótalistaverkið. Það er ekki oft þessa dagana sem ég er að dútla í leiklistinni, enda er sá bransi fullur að fávitum, drottningum, svikurum og keisum. En ég hef samt verið svo heppinn að fá að vinna við það þrisvar undanfarin 4 jól að stýra jólaleikritinu í Melaskóla. Sem er gamli skólinn minn, hvar ég stóð í fyrsta sinn á sviði, og má geta þess að sú ákvörðun mín á sínum tíma að fara út í það feigðarflan að reyna við karríer í þessu bulli er öll Felix Bergssyni að kenna. Því að það var árinu áður, þegar ég var í 11 ára bekk, sem hann lék á móti stelpunni sem ég var skotinn í, og ég varð staðráðinn að komast í leikritið á næsta ári.
25 árum síðar er ég að brillera sem leikstjóri á sama leiksviði.
Munurinn að vinna með börnum sem hafa einlægan vilja til að gera sitt besta, og atvinnuleikurum sem vilja bara komast í sígarettupásu eða hætta snemma til að geta farið að lesa inná auglýsingar -- nú eða þá áhugaleikurum, sem vilja bara detta í það og ríða leikstjóranum (hljómar kannski freistandi en þið ættuð að sjá þessi skronster...) -- ja ég get bara lýst því á einn hátt: Þetta er gull.
Svo er ég líka búinn að vera gersamlega að fríka út á kennslunni, sem var eftir á að hyggja bara tímaspursmál. En ég var fyrir löngu búinn að ákveða að þetta yrði minn síðasti vetur í því starfi, amk. í bili. En nú er ég alvarlega að íhuga að yfirgefa hið sökkvandi skip og finna mér eitthvað annað að gera. Enda eru bavíanarnir sem ég kenni orðnir svo snarvitlausir að réttast væri að loka þau öll inni í litlu herbergi, gefa þeim hnífa og láta þau drepa hvert annað.
Nú eða bara drekkja þeim eins og kettlingum.
Hey, og svo óska ég eftir tillögum að áramótaheitum.
En ég er loksins kominn í jólafrí, og eflaust sumir sem öfunda mig af því, þannig að ég get bætt því við að heilsuleysi hrjáir mig. Ég er enn og aftur kominn með sýkingu í öndunarfærin og orðinn mjög þreyttur á þessu öllu. Kannski maður leggist bara inn á spítala og verði þar um jólin. Allavega góð leið til að sleppa við helvítis fjölskylduna. Meira hvað maður getur verið óheppinn með fjölskyldumeðlimi. Segi nú bara ekki annað.
Sem minnir mig á eitt: ef einhver lendir nokkurn tímann í að vera gagnrýndur af foreldrum sínum, þá er ég með pottþétt comeback sem er garanterað að gera þau gömlu kjaftstopp:
Já, það er alveg með ólíkindum hvað ég er misheppnuð manneskja, með þessi gen og þetta uppeldi!
Skora á ykkur að nota þetta.
Annars var ég að klára enn eitt tímamótalistaverkið. Það er ekki oft þessa dagana sem ég er að dútla í leiklistinni, enda er sá bransi fullur að fávitum, drottningum, svikurum og keisum. En ég hef samt verið svo heppinn að fá að vinna við það þrisvar undanfarin 4 jól að stýra jólaleikritinu í Melaskóla. Sem er gamli skólinn minn, hvar ég stóð í fyrsta sinn á sviði, og má geta þess að sú ákvörðun mín á sínum tíma að fara út í það feigðarflan að reyna við karríer í þessu bulli er öll Felix Bergssyni að kenna. Því að það var árinu áður, þegar ég var í 11 ára bekk, sem hann lék á móti stelpunni sem ég var skotinn í, og ég varð staðráðinn að komast í leikritið á næsta ári.
25 árum síðar er ég að brillera sem leikstjóri á sama leiksviði.
Munurinn að vinna með börnum sem hafa einlægan vilja til að gera sitt besta, og atvinnuleikurum sem vilja bara komast í sígarettupásu eða hætta snemma til að geta farið að lesa inná auglýsingar -- nú eða þá áhugaleikurum, sem vilja bara detta í það og ríða leikstjóranum (hljómar kannski freistandi en þið ættuð að sjá þessi skronster...) -- ja ég get bara lýst því á einn hátt: Þetta er gull.
Svo er ég líka búinn að vera gersamlega að fríka út á kennslunni, sem var eftir á að hyggja bara tímaspursmál. En ég var fyrir löngu búinn að ákveða að þetta yrði minn síðasti vetur í því starfi, amk. í bili. En nú er ég alvarlega að íhuga að yfirgefa hið sökkvandi skip og finna mér eitthvað annað að gera. Enda eru bavíanarnir sem ég kenni orðnir svo snarvitlausir að réttast væri að loka þau öll inni í litlu herbergi, gefa þeim hnífa og láta þau drepa hvert annað.
Nú eða bara drekkja þeim eins og kettlingum.
Hey, og svo óska ég eftir tillögum að áramótaheitum.
Ummæli