Áramótablogg
Jamm og jú. Þá er 2005 að klárast og nýtt ár bíður með örsmáu letri á sjónvarpsskjám landsmanna. Byrjar að stækka rétt fyrir miðnætti annað kvöld, meðan allir syngja nú árið er liðið í eldgamalt skaut...
Hvernig var svo þetta ár?
Í janúar keyptum við Rósa okkar fyrstu íbúð, þar sem ég sit núna. Ekki laust við að maður héldi að örlögin væru með puttana í spilunum því við höfðum komið okkur saman um akkúrat þetta hús mörgum mánuðum áður. En eins og allir vita er íbúðin afar hugguleg og okkur hefur liðið vel hérna. Þannig að janúar var ágætis mánuður. Samt var ég veikur stóran hluta hans.
Febrúar fór einnig mikið til í veikindi, ég man að ég var meira og minna heyrnarlaus. Og í vímu af því að sniffa leysiefni -- á því tímabili sem við héldum að við myndum nota gömlu eldhúsinnréttinguna hans Mike í nýju íbúðina. Ekkert svo spes mánuður. Jú nema Manjú unnu Arsenal 2-4 og ég var eitt bros á Ölveri. Á þriðjudegi. Öss!
Mars kom og við fengum afhent. Bjuggum samt enn á Þrastargötunni en vorum hér mikið að mála og spartsla og fúga og kítta og hvað það nú heitir allt saman. Kötturinn Rasmus kvaddi þetta líf undir bíldekki á Suðurgötu, þriðji kötturinn okkar sem lendir í þeim ógöngum, hinir voru Skuggi og Brandur. Fluttum loksins inn í nýja heimilið og vorum voða spennt. Fínn mánuður.
Í apríl varð ég veikari en sögur fara af. Ældi eins og fíll. Ekki fýll, heldur FÍLL. Og fleira ógeðfellt. Óborganleg heimsókn tengdapabba á Mánagötuna situr í minningunni, því hann steig í málningarklessu og sporaði út alla íbúðina, heyrði ekki nokkurn skapaðan hlut þegar ég reyndi að stöðva hann, og þegar honum loksins skildist að hann væri með málningu undir skónum var það hans fyrsta hugsun að ég hlyti að vera með áhyggjur af skónum, ekki gólfinu. Magic!
Í maímánuði kláraðist enski boltinn, og maður hélt að botninum væri náð: tap fyrir Arse-anal í bikarúrslitum, Loserpool unnu Evrópu-"keppnina" með því að segja AC Milan að leikurinn væri bara 45 mínútur, og Malcolm "double" Glazer keypti Júnæted út á yfirdráttarheimild. Í öðrum fréttum var Snjalla kastað út af Ölveri fyrir nefrennsli og hringdi í fermingardrenginn sinn til að fá backup. Bekkurinn minn kláraði samræmdu með glans og ég tók ákvörðun sem ég sé eftir í dag, að halda áfram að kenna. En sumarið var að koma.
Í júní fórum við Rósa til Spánar í viku og slökuðum allsvakalega á. Mental note to self: gera það aftur þegar þessu skólaári lýkur. Svo virðist ég hafa haft lítið að gera þann mánuðinn (og ekki verið veikur aldrei slíku vant) því ég bloggaði heil ósköp af ferðasögum sem hreinlega verða að varðveitast og komast í ævisöguna mína ef hún verður einhverntíma til.
Júlí var besti mánuður ársins. Hann er það oft. Langir dagar sitjandi í sólinni í svo miklum hita að manni hlýnar hér í stofunni. Þótt hún sé bara við stofuhita. Svo gerðist það sem ég hlýt að kalla einn gleðilegasta atburð ársins. ÍA vann KR í Frostaskjóli, 0-2.
Í ágúst var Dragkeppni Íslands haldin, og gekk vel bæði frá listrænu og fjárhagslegu sjónarhorni. Áður höfðum við Rósa eytt frábærri verslunarmannahelgi í bústað og á hóteli. Minnistætt var þegar við DV birti frétt: Blóðug slagsmál dragdrottninga! Bara fyndið. You can't buy that kind of publicity. Og hver haldiði að hafi hringt í DV?
Haustið og veturinn hafa síðan verið lítt í frásögur færandi, nema hvað veikindi hafa hrjáð mig enn og aftur -- ég held ég hljóti að fara að drepast úr þessu -- og vinnan hefur heillað mig minna en ekkert. Eini ljósi punkturinn var jólaleikritið í Melaskóla, sem var bæði gaman og gefandi.
Áform fyrir nýja árið koma í næsta bloggi.
Feitibjörn óttast: að endalokin nálgist.
Takk fyrir það gamla. Sjáumst á næsta ári eða, eins og vinur minn orðar það:
See you on the other side!
Hvernig var svo þetta ár?
Í janúar keyptum við Rósa okkar fyrstu íbúð, þar sem ég sit núna. Ekki laust við að maður héldi að örlögin væru með puttana í spilunum því við höfðum komið okkur saman um akkúrat þetta hús mörgum mánuðum áður. En eins og allir vita er íbúðin afar hugguleg og okkur hefur liðið vel hérna. Þannig að janúar var ágætis mánuður. Samt var ég veikur stóran hluta hans.
Febrúar fór einnig mikið til í veikindi, ég man að ég var meira og minna heyrnarlaus. Og í vímu af því að sniffa leysiefni -- á því tímabili sem við héldum að við myndum nota gömlu eldhúsinnréttinguna hans Mike í nýju íbúðina. Ekkert svo spes mánuður. Jú nema Manjú unnu Arsenal 2-4 og ég var eitt bros á Ölveri. Á þriðjudegi. Öss!
Mars kom og við fengum afhent. Bjuggum samt enn á Þrastargötunni en vorum hér mikið að mála og spartsla og fúga og kítta og hvað það nú heitir allt saman. Kötturinn Rasmus kvaddi þetta líf undir bíldekki á Suðurgötu, þriðji kötturinn okkar sem lendir í þeim ógöngum, hinir voru Skuggi og Brandur. Fluttum loksins inn í nýja heimilið og vorum voða spennt. Fínn mánuður.
Í apríl varð ég veikari en sögur fara af. Ældi eins og fíll. Ekki fýll, heldur FÍLL. Og fleira ógeðfellt. Óborganleg heimsókn tengdapabba á Mánagötuna situr í minningunni, því hann steig í málningarklessu og sporaði út alla íbúðina, heyrði ekki nokkurn skapaðan hlut þegar ég reyndi að stöðva hann, og þegar honum loksins skildist að hann væri með málningu undir skónum var það hans fyrsta hugsun að ég hlyti að vera með áhyggjur af skónum, ekki gólfinu. Magic!
Í maímánuði kláraðist enski boltinn, og maður hélt að botninum væri náð: tap fyrir Arse-anal í bikarúrslitum, Loserpool unnu Evrópu-"keppnina" með því að segja AC Milan að leikurinn væri bara 45 mínútur, og Malcolm "double" Glazer keypti Júnæted út á yfirdráttarheimild. Í öðrum fréttum var Snjalla kastað út af Ölveri fyrir nefrennsli og hringdi í fermingardrenginn sinn til að fá backup. Bekkurinn minn kláraði samræmdu með glans og ég tók ákvörðun sem ég sé eftir í dag, að halda áfram að kenna. En sumarið var að koma.
Í júní fórum við Rósa til Spánar í viku og slökuðum allsvakalega á. Mental note to self: gera það aftur þegar þessu skólaári lýkur. Svo virðist ég hafa haft lítið að gera þann mánuðinn (og ekki verið veikur aldrei slíku vant) því ég bloggaði heil ósköp af ferðasögum sem hreinlega verða að varðveitast og komast í ævisöguna mína ef hún verður einhverntíma til.
Júlí var besti mánuður ársins. Hann er það oft. Langir dagar sitjandi í sólinni í svo miklum hita að manni hlýnar hér í stofunni. Þótt hún sé bara við stofuhita. Svo gerðist það sem ég hlýt að kalla einn gleðilegasta atburð ársins. ÍA vann KR í Frostaskjóli, 0-2.
Í ágúst var Dragkeppni Íslands haldin, og gekk vel bæði frá listrænu og fjárhagslegu sjónarhorni. Áður höfðum við Rósa eytt frábærri verslunarmannahelgi í bústað og á hóteli. Minnistætt var þegar við DV birti frétt: Blóðug slagsmál dragdrottninga! Bara fyndið. You can't buy that kind of publicity. Og hver haldiði að hafi hringt í DV?
Haustið og veturinn hafa síðan verið lítt í frásögur færandi, nema hvað veikindi hafa hrjáð mig enn og aftur -- ég held ég hljóti að fara að drepast úr þessu -- og vinnan hefur heillað mig minna en ekkert. Eini ljósi punkturinn var jólaleikritið í Melaskóla, sem var bæði gaman og gefandi.
Áform fyrir nýja árið koma í næsta bloggi.
Feitibjörn óttast: að endalokin nálgist.
Takk fyrir það gamla. Sjáumst á næsta ári eða, eins og vinur minn orðar það:
See you on the other side!
Ummæli